Óttast um líf sitt og limi við vegalagningu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. júní 2018 08:00 Frá vegavinnu við Sæbraut í gær. Skammt er síðan ökumaður ók á skilti sambærilegt sem hér sést þar sem hann var ekki með hugann við aksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sýni ökumenn ekki nægilegt tillit við akstur fram hjá vegaframkvæmdum getur komið til greina að loka fyrir umferð á meðan vinna stendur yfir. Verktaki segir að oft hafi litlu mátt muna að slys yrðu á starfsfólki. Í vor samþykkti ríkisstjórnin að verja á árinu fjórum milljörðum króna í brýnar vegaframkvæmdir. Fjármunirnir komu úr almennum varasjóði fjármála- og efnahagsráðherra. Sökum þessa hefur verið meira um vegaframkvæmdir en fyrri ár enda viðhaldsþörfin mikil víða. Ekki eru þó allir sem sýna útlagningarmönnum það tillit sem þeir þurfa til að vinna vinnu sína örugglega.„Dag eftir dag og nótt eftir nótt hafa ökumenn sýnt okkur þvílíka óvirðingu.“ „Margir hverjir hafa ekið hratt og ógætilega. Sem betur fer hafa allir sloppið heilir frá þessu en við höfum verið skíthræddir um líf okkar,“ segir Pétur Ármann Hjaltason, öryggisstjóri hjá Hlaðbæ Colas. Sem dæmi um alvarleg atvik sem hafa orðið á síðustu vikum nefnir Pétur meðal annars þegar starfsmenn fyrirtækisins voru við störf við Mosfellsbæ. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Við upphaf framkvæmdasvæðisins var ljósakerra sem beindi ökumönnum á þá akrein sem ekki var verið að vinna við. Þar fann ökumaður ekki leið fram hjá kerrunni og endaði á að aka á hana. Í sömu viku valt bifreið inn á athafnasvæði og þá mátti litlu muna að flutningabíll æki á starfsmenn við vinnu á Reykjanesbraut. „Það minnti okkur óþægilega mikið á atvik sem varð fyrir tveimur árum þegar starfsmaður okkar varð fyrir spegli langferðabíls sem ók fram hjá,“ segir Pétur. Að hans sögn er það samdóma álit vegavinnufólks að atvinnubílstjórar aki ógætilegast fram hjá framkvæmdasvæðum. „Við erum boðnir og búnir til að vinna þessi verk en við ætlum ekki að fórna lífi og limum. Ef það næst ekki að fólk hagi sér þá er okkur sá kostur nauðugur að loka götum meðan unnið er með tilheyrandi töfum og truflunum á umferð,“ segir Pétur. Nafni hans G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, tekur í sama streng. Um viðvarandi vandamál sé að ræða en þó beri meira á því nú sökum fjölgunar framkvæmda og aukinnar umferðar. „Erlendis hefur sú leið einnig verið farin að hækka sektir fyrir brot sem verða á vinnusvæðum eða að taka upp ljósastýringu. Besta leiðin fyrir alla er hins vegar ef vegfarendur virða hraðatakmarkanir við vinnusvæði,“ segir Pétur. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og vegfarendur beðnir að sýna aðgát Unnið er við að fræsa og malbika götur í umdæminu. 6. júní 2018 08:44 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Sýni ökumenn ekki nægilegt tillit við akstur fram hjá vegaframkvæmdum getur komið til greina að loka fyrir umferð á meðan vinna stendur yfir. Verktaki segir að oft hafi litlu mátt muna að slys yrðu á starfsfólki. Í vor samþykkti ríkisstjórnin að verja á árinu fjórum milljörðum króna í brýnar vegaframkvæmdir. Fjármunirnir komu úr almennum varasjóði fjármála- og efnahagsráðherra. Sökum þessa hefur verið meira um vegaframkvæmdir en fyrri ár enda viðhaldsþörfin mikil víða. Ekki eru þó allir sem sýna útlagningarmönnum það tillit sem þeir þurfa til að vinna vinnu sína örugglega.„Dag eftir dag og nótt eftir nótt hafa ökumenn sýnt okkur þvílíka óvirðingu.“ „Margir hverjir hafa ekið hratt og ógætilega. Sem betur fer hafa allir sloppið heilir frá þessu en við höfum verið skíthræddir um líf okkar,“ segir Pétur Ármann Hjaltason, öryggisstjóri hjá Hlaðbæ Colas. Sem dæmi um alvarleg atvik sem hafa orðið á síðustu vikum nefnir Pétur meðal annars þegar starfsmenn fyrirtækisins voru við störf við Mosfellsbæ. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Við upphaf framkvæmdasvæðisins var ljósakerra sem beindi ökumönnum á þá akrein sem ekki var verið að vinna við. Þar fann ökumaður ekki leið fram hjá kerrunni og endaði á að aka á hana. Í sömu viku valt bifreið inn á athafnasvæði og þá mátti litlu muna að flutningabíll æki á starfsmenn við vinnu á Reykjanesbraut. „Það minnti okkur óþægilega mikið á atvik sem varð fyrir tveimur árum þegar starfsmaður okkar varð fyrir spegli langferðabíls sem ók fram hjá,“ segir Pétur. Að hans sögn er það samdóma álit vegavinnufólks að atvinnubílstjórar aki ógætilegast fram hjá framkvæmdasvæðum. „Við erum boðnir og búnir til að vinna þessi verk en við ætlum ekki að fórna lífi og limum. Ef það næst ekki að fólk hagi sér þá er okkur sá kostur nauðugur að loka götum meðan unnið er með tilheyrandi töfum og truflunum á umferð,“ segir Pétur. Nafni hans G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, tekur í sama streng. Um viðvarandi vandamál sé að ræða en þó beri meira á því nú sökum fjölgunar framkvæmda og aukinnar umferðar. „Erlendis hefur sú leið einnig verið farin að hækka sektir fyrir brot sem verða á vinnusvæðum eða að taka upp ljósastýringu. Besta leiðin fyrir alla er hins vegar ef vegfarendur virða hraðatakmarkanir við vinnusvæði,“ segir Pétur.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og vegfarendur beðnir að sýna aðgát Unnið er við að fræsa og malbika götur í umdæminu. 6. júní 2018 08:44 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og vegfarendur beðnir að sýna aðgát Unnið er við að fræsa og malbika götur í umdæminu. 6. júní 2018 08:44