Dýrasti leikmaður heims, Neymar, tók ekki þátt í æfingu Brasilíu í gær, daginn eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Sviss í fyrsta leiknum á HM.
Jafnteflið gegn Sviss voru mikil vonbrigði fyrir Brasilíu en eftir að hafa komist yfir fengu þeir á sig jöfnunarmark og svekkjand jafntefli niðurstaðan.
Neymar, sem hafði verið lengi meiddur í aðdraganda mótsins, spilaði allan leikinn á sunnudaginn en var fjarverandi er liðið æfði daginn eftir leikinn í gær.
Neymar, Paulinho og Thiago Silva urðu eftir á hóteli liðsins og tóku á því í ræktinni frekar en á fótboltavellinum. Þeir eru allir sagðir hafa verið nokkuð lemstraðir eftir leikinn á sunnudagskvöldið.
Það var ljóst að svissnesku leikmennirnir ætluðu að taka vel á Neymar því þeir brutu á honum tíu sinnum í leiknum, nokkrum sinnum ákaflega illa.
Næst mætir Brasilía liði Kosta Ríka svo það er spurning hvort Neymar verði klár á föstudaginn.
Neymar hvergi sjáanlegur á æfingu Brasilíu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn

