Enginn leikmaður í fyrstu umferðinni á HM í Rússlandi hefur skapað fleiri færi en Trippier í leiknum gegn Túnis í gær.
Hann skapaði sex af fjórtán færum Englendinga en Englendingar óðu í færum, sér í lagi í fyrri hálfleiknum, en bæði mörkin komu þó eftir uppsett atriði. Það síðara eftir hornspyrnu Trippier.
Englendingar voru afar mikið með boltann í leiknum í gær en reikna má með að Trippier verði með fyrstu mönnum á blað, ásamt Harry Kane, er Gareth Southgate hugsar um byrjunarliðið gegn Panama.
Leikur Englands og Panama fer fram á sunnudaginn á Nizhny leikvanginum í Novgorod.
Kieran Tripper is officially the most creative player at the 2018 #WorldCup so far.@harryedwards16 looks closer at his performance against #TUN. pic.twitter.com/b5FeFR60nr
— Squawka Football (@Squawka) June 18, 2018