Dietmar Hamann: Ísland er komið á heimskortið Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 14:30 Íslensku strákarnir fagna marki Alfreðs Finnbogasonar. vísir/vilhelm Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Liverpool og þýska landsliðsins, var einn af fjölmörgum sparkspekingum um víða veröld sem heillaðist af frammistöðu strákanna okkar á móti Argentínu. Ísland gerði 1-1 jafntefli við tvöfalda heimsmeistarana í fyrsta leik sínum á HM frá upphafi en markið skoraði Alfreð Finnbogason í fyrri hálfleik. „Þá má færa rök fyrir því að Ísland átti stig skilið í þessum leik. Íslensku strákarnir lögðu allt í þetta, vörðust frábærlega og hentu sér fyrir allt. Ef það gekk svo ekki varði markvörðurinn,“ segir Hamann sem er sérfræðingur RTÉ á Írlandi. „Það má segja að Ísland hafi komist á heimskortið í dag. Ég held að nú viti allir í Argentínu hvað Ísland er og hvað margir búa þar,“ bætir hann við. Á meðan Ísland spilaði eins og lið og uppskar sitt fyrsta stig á stórmóti frá upphafi var Argentína bara eins manns her, að mati Þjóðverjans. „Íslenska liðið var frábært frá upphafi til enda. Það var frábært að sjá hvernig allir leikmennirnir börðust allan leikinn,“ segir Hamann. „Argentínska liðið er bara tíu leikmenn sem gefa á Messi og vona að hann geri eitthvað. Þannig vinnur þú ekki leiki og hvað þá stórmót. Miðað við þennan leik er ekkert víst að Argentína komist upp úr riðlinum því Króatía og Nígería eru líka mjög góð lið,“ segir Dietmar Hamann.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Patrice Evra: Ísland átti skilið að vinna Argentínu Franski bakvörðurinn var mjög hrifinn af íslenska liðinu í leiknum á móti Messi og félögum. 18. júní 2018 12:30 Ætti Messi að vera vítaskytta Argentínu? Lionel Messi er óumdeilanlega besti leikmaður argentínska landsliðsins en hann ætti kannski að láta öðrum eftir að sjá um vítaspyrnur liðsins. 18. júní 2018 10:30 Svefnsjúkur sparkspekingur skeytir skapi sínu á Íslendingum Segir Íslendinga vera afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir í lífsbaráttunni á tímum víkinga og þurftu að flýja til afskekktra eyja þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. 18. júní 2018 08:11 HM í dag: Sænskur njósnari, áhrifavaldurinn Rúrik og þynnka Englendinga á enda Níundi þáttur er farinn í loftið. 18. júní 2018 10:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Liverpool og þýska landsliðsins, var einn af fjölmörgum sparkspekingum um víða veröld sem heillaðist af frammistöðu strákanna okkar á móti Argentínu. Ísland gerði 1-1 jafntefli við tvöfalda heimsmeistarana í fyrsta leik sínum á HM frá upphafi en markið skoraði Alfreð Finnbogason í fyrri hálfleik. „Þá má færa rök fyrir því að Ísland átti stig skilið í þessum leik. Íslensku strákarnir lögðu allt í þetta, vörðust frábærlega og hentu sér fyrir allt. Ef það gekk svo ekki varði markvörðurinn,“ segir Hamann sem er sérfræðingur RTÉ á Írlandi. „Það má segja að Ísland hafi komist á heimskortið í dag. Ég held að nú viti allir í Argentínu hvað Ísland er og hvað margir búa þar,“ bætir hann við. Á meðan Ísland spilaði eins og lið og uppskar sitt fyrsta stig á stórmóti frá upphafi var Argentína bara eins manns her, að mati Þjóðverjans. „Íslenska liðið var frábært frá upphafi til enda. Það var frábært að sjá hvernig allir leikmennirnir börðust allan leikinn,“ segir Hamann. „Argentínska liðið er bara tíu leikmenn sem gefa á Messi og vona að hann geri eitthvað. Þannig vinnur þú ekki leiki og hvað þá stórmót. Miðað við þennan leik er ekkert víst að Argentína komist upp úr riðlinum því Króatía og Nígería eru líka mjög góð lið,“ segir Dietmar Hamann.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Patrice Evra: Ísland átti skilið að vinna Argentínu Franski bakvörðurinn var mjög hrifinn af íslenska liðinu í leiknum á móti Messi og félögum. 18. júní 2018 12:30 Ætti Messi að vera vítaskytta Argentínu? Lionel Messi er óumdeilanlega besti leikmaður argentínska landsliðsins en hann ætti kannski að láta öðrum eftir að sjá um vítaspyrnur liðsins. 18. júní 2018 10:30 Svefnsjúkur sparkspekingur skeytir skapi sínu á Íslendingum Segir Íslendinga vera afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir í lífsbaráttunni á tímum víkinga og þurftu að flýja til afskekktra eyja þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. 18. júní 2018 08:11 HM í dag: Sænskur njósnari, áhrifavaldurinn Rúrik og þynnka Englendinga á enda Níundi þáttur er farinn í loftið. 18. júní 2018 10:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Patrice Evra: Ísland átti skilið að vinna Argentínu Franski bakvörðurinn var mjög hrifinn af íslenska liðinu í leiknum á móti Messi og félögum. 18. júní 2018 12:30
Ætti Messi að vera vítaskytta Argentínu? Lionel Messi er óumdeilanlega besti leikmaður argentínska landsliðsins en hann ætti kannski að láta öðrum eftir að sjá um vítaspyrnur liðsins. 18. júní 2018 10:30
Svefnsjúkur sparkspekingur skeytir skapi sínu á Íslendingum Segir Íslendinga vera afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir í lífsbaráttunni á tímum víkinga og þurftu að flýja til afskekktra eyja þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. 18. júní 2018 08:11
HM í dag: Sænskur njósnari, áhrifavaldurinn Rúrik og þynnka Englendinga á enda Níundi þáttur er farinn í loftið. 18. júní 2018 10:00