Eins og vanalega er mikil pressa á enska landsliðinu sem er nú undir stjórn Gareth Southgate.
Oftast hefur England mætt til leiks með reynslumeira lið en í ár. Allar líkur eru á að byrjunarlið Southgate í kvöld verði það reynsluminnsta í manna minnum.
Gary Cahill er reynslumesti leikmaðurinn í enska hópnum með 60 A-landsleiki að baki en næstir honum koma þeir Jordan Henderson og Danny Welbeck með 39 leiki hvor. Raheem Sterling (38), Kyle Walker (35) og Ashley Young (34) eru svo skammt undan.
Leikur Túnis og Englands hefst klukkan 18:00.
The #ENG XI to face #TUN today will have fewer caps on average than any England team in a World Cup opener in the past 52 years, or 22.5 each. The most seasoned team was at Italia 90, averaging 51 caps each as they kicked off. pic.twitter.com/L6joti22Ia
— Nick Harris (@sportingintel) June 18, 2018