Skjávarpavesen ástæðan fyrir fýlu Heimis Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 09:30 Heimir hefur verið í banastuði þegar íslenskir blaðamenn hafa hitt á hann hér ytra. Hér þakkar hann stuðninginn í leikslok í Moskvu. Vísir/Vilhelm Það vakti athygli á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn gegn Argentínu að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari talaði um að hann hefði farið í fýlu daginn á undan. Heimir kom inn á þetta í síðustu spurningunni á fundinum þar sem hann var spurður hvernig gengi að halda einbeitingunni á stóra sviðinu í Rússlandi. Heimir svaraði því þannig að undirbúningurinn hefði staðið það lengi yfir og það væri nógu margt fólk í kringum teymið sem vissi út í hvað liðið væri að fara. „Það eru engar reddingar á síðustu stundu. Það er allt mjög vel skipulagt,“ sagði Heimir og hrósaði þjálfarateyminu, sjúkraþjálfurunum, njósnurum og stuðningsnetinu allt í kring. „Ég fór í smá fýlu í gær en það voru menn sem pikkuðu mig upp og hristu mig,“ sagði Heimir til marks um hvernig menn stæðu saman. Allir íslensku blaðamennirnir veltu fyrir sér af hverju hvað hefði gerst og Sindri Sverrisson, blaðamaður á Morgunblaðinu, spurði Heimi út í það í gær. „Þegar spennan er að byggjast upp þá eru það oft litlir hlutir sem verða til þess að pirra mann. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé allt á hreinu og allt undirbúið. Það var einhver skjávarpi sem klikkaði, og mér fannst það ekki vera viðeigandi í aðdraganda leiks á HM að landsliðið væri með bilaðan skjávarpa,“ sagði Heimir en vildi ekki kenna neinum um skjávarpavesenið. „Þetta var ekkert vandamál eftir á, en þráðurinn er stuttur þegar það er mikið undir.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sjá meira
Það vakti athygli á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn gegn Argentínu að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari talaði um að hann hefði farið í fýlu daginn á undan. Heimir kom inn á þetta í síðustu spurningunni á fundinum þar sem hann var spurður hvernig gengi að halda einbeitingunni á stóra sviðinu í Rússlandi. Heimir svaraði því þannig að undirbúningurinn hefði staðið það lengi yfir og það væri nógu margt fólk í kringum teymið sem vissi út í hvað liðið væri að fara. „Það eru engar reddingar á síðustu stundu. Það er allt mjög vel skipulagt,“ sagði Heimir og hrósaði þjálfarateyminu, sjúkraþjálfurunum, njósnurum og stuðningsnetinu allt í kring. „Ég fór í smá fýlu í gær en það voru menn sem pikkuðu mig upp og hristu mig,“ sagði Heimir til marks um hvernig menn stæðu saman. Allir íslensku blaðamennirnir veltu fyrir sér af hverju hvað hefði gerst og Sindri Sverrisson, blaðamaður á Morgunblaðinu, spurði Heimi út í það í gær. „Þegar spennan er að byggjast upp þá eru það oft litlir hlutir sem verða til þess að pirra mann. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé allt á hreinu og allt undirbúið. Það var einhver skjávarpi sem klikkaði, og mér fannst það ekki vera viðeigandi í aðdraganda leiks á HM að landsliðið væri með bilaðan skjávarpa,“ sagði Heimir en vildi ekki kenna neinum um skjávarpavesenið. „Þetta var ekkert vandamál eftir á, en þráðurinn er stuttur þegar það er mikið undir.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sjá meira