Svefnsjúkur sparkspekingur skeytir skapi sínu á Íslendingum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. júní 2018 08:11 Vasilij er umdeildur í heimalandinu Rússneski sparkspekingurinn Vasilij Utkin, sem samkvæmt Wikipedia síðu sinni er þekktur fyrir hneykslanlega hegðun og staðreyndavillur, vandar Íslendingum og íslenskri knattspyrnu ekki kveðjurnar í nýju myndbandi. Utkin er meðal annars stjórnandi sjónvarpsþátta um fótbolta og einn af eigendum vefsíðunnar sports.ru sem er rússnesk íþróttasíða eins og glöggir lesendur kunna að hafa getið sér til.Í myndbandinu um Ísland segir Utkin að það virðist vera yfirlýst markmið íslenska landsliðsins á HM að koma í veg fyrir að hin liðin geti leikið almennilega knattspyrnu. Það sé engin önnur hugsun á bak við leik íslenska liðsins.Utkin rekur þetta meðal annars til þess að Íslendingar séu afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir á tímum víkinga og hafi þurft að flýja undan sér sterkara fólki til afksekktrar eyju þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. Segist Utkin ekki skilja hvers vegna svo margir dáist að íslenska liðinu. Því fyrr sem Íslendingarnir láti sig hverfa af mótinu, aftur heim á vit sinna elskuðu eldfjalla, því betra. Þess má geta að Vasilij Utkin komst síðast í heimspressuna árið 2016 þegar hann afrekaði það að vera settur í ótímabundið leyfi sem leiklýsandi fyrir að sofna í miðjum leik Barcelona og Bayer Leverkusen. Hann bar því við að þjást af svefnsýki. Fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi sagðist hann hafa tekið fyrsta boði sem hann fékk til að lýsa leikjum og gaf launin til góðgerðarmála. Þá hefur Utkin ítrekað komist í hann krappann fyrir ummæli sín um kollega og fólk í rússneska íþróttaheiminum. Það má ekki heldur gleyma þessu skemmtiatriði sem kom honum aftur í heimspressuna um skamma hríð. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 HM í dag: Argentínumaður greip um punginn á sér og sagði Íslandi að fokka sér HM í dag var tekið upp fyrir utan Spartak Stadium í Moskvu þar sem áhorfendur voru að koma sér heim eftir leikinn spennuþrungna. 17. júní 2018 11:15 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Klara telur líklegt að reynsla Argentínumanna skýri miðamálið Ólíklegt er að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót af hverju Argentínumenn virtust hafa fengið mun fleiri miða en Íslendingar á leik Íslands og Argentínu. 17. júní 2018 09:15 Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Rússneski sparkspekingurinn Vasilij Utkin, sem samkvæmt Wikipedia síðu sinni er þekktur fyrir hneykslanlega hegðun og staðreyndavillur, vandar Íslendingum og íslenskri knattspyrnu ekki kveðjurnar í nýju myndbandi. Utkin er meðal annars stjórnandi sjónvarpsþátta um fótbolta og einn af eigendum vefsíðunnar sports.ru sem er rússnesk íþróttasíða eins og glöggir lesendur kunna að hafa getið sér til.Í myndbandinu um Ísland segir Utkin að það virðist vera yfirlýst markmið íslenska landsliðsins á HM að koma í veg fyrir að hin liðin geti leikið almennilega knattspyrnu. Það sé engin önnur hugsun á bak við leik íslenska liðsins.Utkin rekur þetta meðal annars til þess að Íslendingar séu afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir á tímum víkinga og hafi þurft að flýja undan sér sterkara fólki til afksekktrar eyju þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. Segist Utkin ekki skilja hvers vegna svo margir dáist að íslenska liðinu. Því fyrr sem Íslendingarnir láti sig hverfa af mótinu, aftur heim á vit sinna elskuðu eldfjalla, því betra. Þess má geta að Vasilij Utkin komst síðast í heimspressuna árið 2016 þegar hann afrekaði það að vera settur í ótímabundið leyfi sem leiklýsandi fyrir að sofna í miðjum leik Barcelona og Bayer Leverkusen. Hann bar því við að þjást af svefnsýki. Fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi sagðist hann hafa tekið fyrsta boði sem hann fékk til að lýsa leikjum og gaf launin til góðgerðarmála. Þá hefur Utkin ítrekað komist í hann krappann fyrir ummæli sín um kollega og fólk í rússneska íþróttaheiminum. Það má ekki heldur gleyma þessu skemmtiatriði sem kom honum aftur í heimspressuna um skamma hríð.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 HM í dag: Argentínumaður greip um punginn á sér og sagði Íslandi að fokka sér HM í dag var tekið upp fyrir utan Spartak Stadium í Moskvu þar sem áhorfendur voru að koma sér heim eftir leikinn spennuþrungna. 17. júní 2018 11:15 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Klara telur líklegt að reynsla Argentínumanna skýri miðamálið Ólíklegt er að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót af hverju Argentínumenn virtust hafa fengið mun fleiri miða en Íslendingar á leik Íslands og Argentínu. 17. júní 2018 09:15 Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00
HM í dag: Argentínumaður greip um punginn á sér og sagði Íslandi að fokka sér HM í dag var tekið upp fyrir utan Spartak Stadium í Moskvu þar sem áhorfendur voru að koma sér heim eftir leikinn spennuþrungna. 17. júní 2018 11:15
Klara telur líklegt að reynsla Argentínumanna skýri miðamálið Ólíklegt er að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót af hverju Argentínumenn virtust hafa fengið mun fleiri miða en Íslendingar á leik Íslands og Argentínu. 17. júní 2018 09:15