Refsing eiganda Buy.is milduð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. júní 2018 06:00 Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi Buy.is. Vísir/vilhelm Refsing Friðjóns Björgvins Gunnarssonar, sem var eigandi Buy.is, var milduð um tólf mánuði og tæpar fimmtíu milljónir í Landsrétti fyrir helgi. Eiginkonu hans var ekki gerð refsing þar sem brot hennar þóttu fyrnd. Friðjón var ákærður fyrir að skila röngum virðisaukaskattsskýrslum tveggja félaga árin 2012 og 2013 og að hafa vantalið tekjur sínar gjaldárin 2011 til 2013. Alls var honum gefið að sök að hafa vantalið ríflega hundrað milljónir til skatts. Í fyrra var Friðjón dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til greiðslu tæplega 308 milljóna sektar fyrir skattalagabrot og peningaþvætti. Eiginkona hans hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir peningaþvætti.Sjá einnig: Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Milli þess að Friðjón var sakfelldur í héraði og þar til málið fór fyrir Landsrétt hafði Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kveðið upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn ríkinu. Málið varðaði tvöfalda refsingu vegna sama máls við meðferð skattayfirvalda og sakamáls. Með hliðsjón af dómi MDE, og dómi Hæstaréttar í svipuðu máli síðasta haust, var Friðjón sýknaður af ákæru sem varðaði hans eigin framtöl þar sem ekki var næg samþætting í tíma við meðferð málsins hjá skattayfirvöldum og lögreglu. Við ákvörðun refsingar var litið til þess hve langan tíma tók að reka og rannsaka málið en einnig var litið til einbeitts brotavilja hans og hárra fjárhæða. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. 15. nóvember 2016 13:28 Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Refsing Friðjóns Björgvins Gunnarssonar, sem var eigandi Buy.is, var milduð um tólf mánuði og tæpar fimmtíu milljónir í Landsrétti fyrir helgi. Eiginkonu hans var ekki gerð refsing þar sem brot hennar þóttu fyrnd. Friðjón var ákærður fyrir að skila röngum virðisaukaskattsskýrslum tveggja félaga árin 2012 og 2013 og að hafa vantalið tekjur sínar gjaldárin 2011 til 2013. Alls var honum gefið að sök að hafa vantalið ríflega hundrað milljónir til skatts. Í fyrra var Friðjón dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til greiðslu tæplega 308 milljóna sektar fyrir skattalagabrot og peningaþvætti. Eiginkona hans hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir peningaþvætti.Sjá einnig: Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Milli þess að Friðjón var sakfelldur í héraði og þar til málið fór fyrir Landsrétt hafði Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kveðið upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn ríkinu. Málið varðaði tvöfalda refsingu vegna sama máls við meðferð skattayfirvalda og sakamáls. Með hliðsjón af dómi MDE, og dómi Hæstaréttar í svipuðu máli síðasta haust, var Friðjón sýknaður af ákæru sem varðaði hans eigin framtöl þar sem ekki var næg samþætting í tíma við meðferð málsins hjá skattayfirvöldum og lögreglu. Við ákvörðun refsingar var litið til þess hve langan tíma tók að reka og rannsaka málið en einnig var litið til einbeitts brotavilja hans og hárra fjárhæða.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. 15. nóvember 2016 13:28 Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. 15. nóvember 2016 13:28
Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01