Ungir skurðlæknar fengu fyrsta flokks kennslu Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2018 06:00 Alexandra Aldís fræddi börnin um líffærin og hvað skurðlæknisfræðin gengur út á. Kristinn Ingvarsson „Við vorum með fyrirlestra og vorum að fræða þau um líffærin og hvað skurðlæknisfræðin gengur út á, hvaða undirsérgreinar eru til. Hvað það tekur langan tíma að verða skurðlæknir og hvað maður þarf að læra og kunna,“ segir Alexandra Aldís Heimisdóttir, sem var ásamt Tómasi Guðbjartssyni kennari í skurðlækningum við Háskóla unga fólksins sem fram fór í síðustu viku. „Við sýndum þeim nokkur myndbönd af alvöru aðgerðum. Við sýndum þeim botnlangatöku, gallblöðrutöku, hjartaskurðaðgerð og svo heilaaðgerð,“ segir Alexandra Aldís og bætir við að viðbrögðin hjá krökkunum hafi verið mjög mismunandi. Sumir hafi hreinlega ekki getað hugsað sér að horfa en aðrir hafi fylgst með af miklum áhuga. Háskóli unga fólksins fór fram í fimmtánda sinn í síðustu viku og lauk á föstudag. Þar gefst krökkum á aldrinum 12-16 ára færi á að kynnast ýmsum fræðum. Alexandra Aldís, sem var að ljúka þriðja ári í læknisfræði, hefur lengi þekkt skólann. Hún var nemandi þar, síðan aðstoðarmaður og svo loks kennari. „Ég man eftir því að þetta var alveg rosalega skemmtilegt. Ég hef haft mjög gaman af því að læra og ég var að ákveða mig í því hvað ég vildi verða og hvað ég vildi læra. Ég fór í spænsku, kínversku, efnafræði, stjörnufræði, jarðfræði og alls konar,“ segir hún um nám sitt við skólann. Þegar hún var nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð fór hún svo að vinna sem aðstoðarmaður við skólann. „Þá var ég að hugsa um að byrja í Háskólanum og vildi kynnast honum betur og var enn að ákveða mig hvað ég vildi verða,“ segir hún. Starfið sem aðstoðarmaður hafi verið kjörið tækifæri til að kynnast Háskólanum betur. Hún prófaði fyrst eðlisfræði í Háskólanum en átti erfitt með að sjá framtíð fyrir sér í því, þó það væri skemmtilegt. Móðir hennar, Rúna Guðmundsdóttir, kennir sögu læknisfræðinnar og segir Alexandra Aldís hana hafa lengi reynt að ýta sér út í læknisfræðina. Það var svo fyrir hvatningu frá pabba sínum, Heimi Karlssyni fjölmiðlamanni, að hún ákvað að skella sér í inntökupróf í læknisfræðinni. „Ég lærði í tvo mánuði eða þrjá og tók prófið og komst inn í fyrsta skipti. Núna er ég bara orðin ástfangin af þessu námi. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
„Við vorum með fyrirlestra og vorum að fræða þau um líffærin og hvað skurðlæknisfræðin gengur út á, hvaða undirsérgreinar eru til. Hvað það tekur langan tíma að verða skurðlæknir og hvað maður þarf að læra og kunna,“ segir Alexandra Aldís Heimisdóttir, sem var ásamt Tómasi Guðbjartssyni kennari í skurðlækningum við Háskóla unga fólksins sem fram fór í síðustu viku. „Við sýndum þeim nokkur myndbönd af alvöru aðgerðum. Við sýndum þeim botnlangatöku, gallblöðrutöku, hjartaskurðaðgerð og svo heilaaðgerð,“ segir Alexandra Aldís og bætir við að viðbrögðin hjá krökkunum hafi verið mjög mismunandi. Sumir hafi hreinlega ekki getað hugsað sér að horfa en aðrir hafi fylgst með af miklum áhuga. Háskóli unga fólksins fór fram í fimmtánda sinn í síðustu viku og lauk á föstudag. Þar gefst krökkum á aldrinum 12-16 ára færi á að kynnast ýmsum fræðum. Alexandra Aldís, sem var að ljúka þriðja ári í læknisfræði, hefur lengi þekkt skólann. Hún var nemandi þar, síðan aðstoðarmaður og svo loks kennari. „Ég man eftir því að þetta var alveg rosalega skemmtilegt. Ég hef haft mjög gaman af því að læra og ég var að ákveða mig í því hvað ég vildi verða og hvað ég vildi læra. Ég fór í spænsku, kínversku, efnafræði, stjörnufræði, jarðfræði og alls konar,“ segir hún um nám sitt við skólann. Þegar hún var nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð fór hún svo að vinna sem aðstoðarmaður við skólann. „Þá var ég að hugsa um að byrja í Háskólanum og vildi kynnast honum betur og var enn að ákveða mig hvað ég vildi verða,“ segir hún. Starfið sem aðstoðarmaður hafi verið kjörið tækifæri til að kynnast Háskólanum betur. Hún prófaði fyrst eðlisfræði í Háskólanum en átti erfitt með að sjá framtíð fyrir sér í því, þó það væri skemmtilegt. Móðir hennar, Rúna Guðmundsdóttir, kennir sögu læknisfræðinnar og segir Alexandra Aldís hana hafa lengi reynt að ýta sér út í læknisfræðina. Það var svo fyrir hvatningu frá pabba sínum, Heimi Karlssyni fjölmiðlamanni, að hún ákvað að skella sér í inntökupróf í læknisfræðinni. „Ég lærði í tvo mánuði eða þrjá og tók prófið og komst inn í fyrsta skipti. Núna er ég bara orðin ástfangin af þessu námi. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira