Það er margtöluð tugga að það sé erfiðara að verja titla en vinna þá. Allir vilja ná úrslitum gegn ríkjandi meisturum og þar fram af götunum. Þjóðverjar fengu að kenna á „bölvun“ ríkjandi heimsmeistara í gær.
Þjóðverjar eru ein af þeim þjóðum sem eru taldar sigurstranglegar á HM í Rússlandi í sumar. Þjóðverjar eru með gríðarsterkt lið og hafa náð í fjórðungsúrslit í síðustu 16 lokakeppnum HM.
Það kom því nokkuð á óvart að Þjóðverjar skildu tapa fyrir Mexíkó í fyrsta leik sínum á HM í gær og enn frekar hversu ósannfærandi þýska liðið var í þessum leik.
Eftir tap Þjóðverja voru margir fljótir að benda á „bölvun ríkjandi heimsmeistara.“
Ríkjandi meistarar hafa aðeins einu sinni unnið opnunarleik sinn á HM á síðustu 20 árum. Það voru Brasilíumenn sem gerðu það árið 2006 gegn Króötum.
Til að gera málin enn verri hafa heimsmeistarar síðustu tveggja keppna dottið úr leik í riðlakeppni næstu lokakeppni. Spánverjar sátu eftir í B riðli í Brasilíu árið 2014 og Ítalir unnu ekki leik í F riðli í Suður Afríku árið 2010.
Þjóðverjar ættu þó að geta komið til baka og unnið Svíþjóð og Suður-Kóreu og komist upp úr F riðli, en það er þó aldrei að vita hversu djúpt bölvunin ristir.
Eru Þjóðverjar nýjasta fórnarlamb bölvunarinnar?

Tengdar fréttir

Fögnuðu svo mikið að jarðskjálftamælar fóru af stað
Mexíkó náði einum bestu úrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi til þessa með 1-0 sigir á ríkjandi heimsmeisturum Þjóðverja í dag.

Lozano hetjan í sigri Mexíkó
Mexíkó bar sigur úr býtum gegn Þýskalandi í fyrsta leik F-riðils á HM í Rússlandi en það var Hirving Lozano sem skoraði eina mark leiksins.