Seinkun á flugi strákanna kostaði svefnleysi Arnar Björnsson og Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 12:15 Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari segir að leikmenn sem spiluðu gegn Argentínu í dag hafi fengið minni svefn í nótt en til stóð. Byrjunarliðsmenn tóku því rólega á meðan varamenn tóku kraftmikla æfingu. „Það eru náttúrulega margir þreyttir og við leyfum þeim að stjórnar álaginu í dag, keyrum á hina,“ sagði Heimir. Ferðalagið til baka til Kabardinka gekk ekki áfallalaust fyrir sig í gær. „Það var seinkun á fluginu svo við lentum seint og ekki búnir að sofa alveg nógu mikið. Menn eru þreyttir og lúnir,“ sagði Heimir. Það hefði kostað mikla orku að verjast í gær, meiri orka fari yfirleitt í að verjast en að vera með boltann. „Strákarnir eiga skilið að hvíla í dag.“Dauðþreyttir Birkir Bjarna, Kári og Emil á æfingasvæðinu í morgun.Vísir/VilhelmHeimir minntist á stöðuna á Jóhanni Berg. Hann hefði farið í myndatöku í morgun og beðið væri niðurstöðu úr henni. Hann átti ekki von á því að Jóhann gæti spilað á föstudaginn gegn Nígeríu en hann er talinn tognaður á kálfa. „Nei, ég myndi segja að fyrsta hugsun sé að hann verði meiddur í næsta leik, verði ekki búinn að ná sér. Maður veit aldrei. Kannski er þetta sambland af krampa og tognun.“ Heimir hrósaði varnarleik okkar manna í hástert. „Við töpuðum ekki mörgum návígum einn gegn einum þrátt fyrir að hafa verið mikið í vörn. Þetta var algjört skólabókardæmi hvernig á að verjast. Ég hugsa að við höfum ekki fengið verri opin færi en þeir. Hefðum allt eins getað stolið þessum sigri,“ sagði Heimir. Hann segist ofboðslega ánægður með agann og einbeitinguna. Í svona leik megi ekki missa einbeitinguna í eina sekúnda. Þó geti liðið auðvitað bætt sig á mörgum sviðum, sérstaklega þegar liðið er með boltann. „Þetta er örugglega einn besti varnarleikur sem við höfum spilað, sérstaklega í ljósi þess við hverja við vorum að spila. Einstaklingsgæðin í þessu liði… Það hljóta allir að sjá hve góður varnarleikurinn var. “Heimir brosti út að eyrum á æfingasvæðinu í morgun.vísir/VilhelmFramundan er leikur gegn Nígeríu á föstudag í Volgograd. Nígería tapaði 2-0 gegn Króötum í gær. „Núna erum við að fara að spila við Nígeríu í steikjandi hita, í Volgograd. Það verður allt öðruvísi leikur. Þetta eru kraftmiklir leikmenn, spila á háu tempói og eru líkamlega sterkir,“ sagði Heimir. Þeir séu „direct“, beinskeittir. „Við þurfum að safna orku fyrir þann leik. Breyta aðeins um hugsun, skipta um gír,“ sagði Heimir. Strákarnir geri upp Argentínuleikinn í kvöld og svo fari allur fókus á leikinn gegn Nígeríu. Hann á von á að Nígería verði mjög svipaður andstæðingur og Gana var á Laugardalsvelli í síðustu viku. Þeim leik lauk með 2-2 jafntefli þar sem dró mikið af leikmönnum Íslands í síðari hálfleik. „Það var frábært að fá Ganaleikinn fyrir Argentínuleikinn en ekki síst fyrir þennan Nígeríuleik.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari segir að leikmenn sem spiluðu gegn Argentínu í dag hafi fengið minni svefn í nótt en til stóð. Byrjunarliðsmenn tóku því rólega á meðan varamenn tóku kraftmikla æfingu. „Það eru náttúrulega margir þreyttir og við leyfum þeim að stjórnar álaginu í dag, keyrum á hina,“ sagði Heimir. Ferðalagið til baka til Kabardinka gekk ekki áfallalaust fyrir sig í gær. „Það var seinkun á fluginu svo við lentum seint og ekki búnir að sofa alveg nógu mikið. Menn eru þreyttir og lúnir,“ sagði Heimir. Það hefði kostað mikla orku að verjast í gær, meiri orka fari yfirleitt í að verjast en að vera með boltann. „Strákarnir eiga skilið að hvíla í dag.“Dauðþreyttir Birkir Bjarna, Kári og Emil á æfingasvæðinu í morgun.Vísir/VilhelmHeimir minntist á stöðuna á Jóhanni Berg. Hann hefði farið í myndatöku í morgun og beðið væri niðurstöðu úr henni. Hann átti ekki von á því að Jóhann gæti spilað á föstudaginn gegn Nígeríu en hann er talinn tognaður á kálfa. „Nei, ég myndi segja að fyrsta hugsun sé að hann verði meiddur í næsta leik, verði ekki búinn að ná sér. Maður veit aldrei. Kannski er þetta sambland af krampa og tognun.“ Heimir hrósaði varnarleik okkar manna í hástert. „Við töpuðum ekki mörgum návígum einn gegn einum þrátt fyrir að hafa verið mikið í vörn. Þetta var algjört skólabókardæmi hvernig á að verjast. Ég hugsa að við höfum ekki fengið verri opin færi en þeir. Hefðum allt eins getað stolið þessum sigri,“ sagði Heimir. Hann segist ofboðslega ánægður með agann og einbeitinguna. Í svona leik megi ekki missa einbeitinguna í eina sekúnda. Þó geti liðið auðvitað bætt sig á mörgum sviðum, sérstaklega þegar liðið er með boltann. „Þetta er örugglega einn besti varnarleikur sem við höfum spilað, sérstaklega í ljósi þess við hverja við vorum að spila. Einstaklingsgæðin í þessu liði… Það hljóta allir að sjá hve góður varnarleikurinn var. “Heimir brosti út að eyrum á æfingasvæðinu í morgun.vísir/VilhelmFramundan er leikur gegn Nígeríu á föstudag í Volgograd. Nígería tapaði 2-0 gegn Króötum í gær. „Núna erum við að fara að spila við Nígeríu í steikjandi hita, í Volgograd. Það verður allt öðruvísi leikur. Þetta eru kraftmiklir leikmenn, spila á háu tempói og eru líkamlega sterkir,“ sagði Heimir. Þeir séu „direct“, beinskeittir. „Við þurfum að safna orku fyrir þann leik. Breyta aðeins um hugsun, skipta um gír,“ sagði Heimir. Strákarnir geri upp Argentínuleikinn í kvöld og svo fari allur fókus á leikinn gegn Nígeríu. Hann á von á að Nígería verði mjög svipaður andstæðingur og Gana var á Laugardalsvelli í síðustu viku. Þeim leik lauk með 2-2 jafntefli þar sem dró mikið af leikmönnum Íslands í síðari hálfleik. „Það var frábært að fá Ganaleikinn fyrir Argentínuleikinn en ekki síst fyrir þennan Nígeríuleik.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira