Í staðinn fyrir að horfa á myndir af sjálfum sér í stuði var skjárinn svartur. Það var eingöngu lesinn texti af leikaranum Ólafi Darra. Textann samdi rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson sem er einmitt með liðinu í Rússlandi. Dagur Sveinn áttu aftur á móti hugmyndina að því að gera þetta svona í þetta skiptið.
Þessi leið hefur aldrei verið farin áður en hún virðist hafa haft jákvæð áhrif því ekkert vantaði upp á einbeitinguna hjá drengjunum í Moskvu í gær.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.