Leigubíl ekið á gangandi vegfarendur í Moskvu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2018 20:54 Skjáskot úr öryggismyndavél á svæðinu. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna er staddur í Moskvu um þessar mundir vegna HM. Vísir/AFP Átta eru slasaðir eftir að leigubílstjóri ók á hóp gangandi vegfarenda í miðborg Moskvu í dag. Á meðal hinna slösuðu eru mexíkóskir knattspyrnuaðdáendur sem staddir eru í borginni til að fylgjast með heimsmeistaramótinu sem þar fer fram. Í myndskeiði úr öryggismyndavélum á svæðinu sést að ökumaðurinn tók skarpa beygju út úr bílaröð og ók bílnum upp á gangstétt. Bílstjórinn flúði vettvang en nokkrir vegfarendur veittu honum eftirför, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Moskvu er leigubílstjórinn 28 ára karlmaður frá Kirgistan. Þá fer tvennum sögum af tildrögum atviksins, borgarstjóri Moskvu sagði manninn hafa misst stjórn á bílnum en heimildarmenn rússneskra miðla segja hann hafa sofnað við stýri. Eins og áður sagði fer heimsmeistaramótið í knattspyrnu nú fram í Rússlandi og spilaði Ísland sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Yfirvöld í landinu hafa heitið stóraukinni öryggisgæslu í öllum borgum vegna HM.Hér að neðan má sjá myndband af því þegar bílnum var keyrt á fólkið. Rétt er að vara við myndbandinu en efni þess kann að vekja óhug hjá einhverjum lesenda.Video of today's incident in #Moscow, #Russia, in which a taxi vehicle rammed into pedestrians on the sidewalk: pic.twitter.com/6IQ6GOuZic— Alex Kokcharov (@AlexKokcharov) June 16, 2018 Kirgistan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Átta eru slasaðir eftir að leigubílstjóri ók á hóp gangandi vegfarenda í miðborg Moskvu í dag. Á meðal hinna slösuðu eru mexíkóskir knattspyrnuaðdáendur sem staddir eru í borginni til að fylgjast með heimsmeistaramótinu sem þar fer fram. Í myndskeiði úr öryggismyndavélum á svæðinu sést að ökumaðurinn tók skarpa beygju út úr bílaröð og ók bílnum upp á gangstétt. Bílstjórinn flúði vettvang en nokkrir vegfarendur veittu honum eftirför, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Moskvu er leigubílstjórinn 28 ára karlmaður frá Kirgistan. Þá fer tvennum sögum af tildrögum atviksins, borgarstjóri Moskvu sagði manninn hafa misst stjórn á bílnum en heimildarmenn rússneskra miðla segja hann hafa sofnað við stýri. Eins og áður sagði fer heimsmeistaramótið í knattspyrnu nú fram í Rússlandi og spilaði Ísland sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Yfirvöld í landinu hafa heitið stóraukinni öryggisgæslu í öllum borgum vegna HM.Hér að neðan má sjá myndband af því þegar bílnum var keyrt á fólkið. Rétt er að vara við myndbandinu en efni þess kann að vekja óhug hjá einhverjum lesenda.Video of today's incident in #Moscow, #Russia, in which a taxi vehicle rammed into pedestrians on the sidewalk: pic.twitter.com/6IQ6GOuZic— Alex Kokcharov (@AlexKokcharov) June 16, 2018
Kirgistan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira