Clattenburg og Neville gagnrýna VAR: Ekki víti á Hörð en átti að vera víti á Birki Má Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 21:30 Hörður Björgvin og Meza í teignum Vísir/getty Knattspyrnusérfræðingurinn Gary Nevill og fyrrum dómarinn Mark Clattenburg gagnrýndu notkun myndbandsdómara í leik Íslands og Argentínu á HM í fótbolta í dag, eða frekar notkunarleysi myndbandsdómaranna. Maximiliano Meza fékk dæmda vítaspyrnu eftir að hann féll í teignum eftir viðskipti við Hörð Björgvin Magnússon. Neville sagði það brot ekki vera víti eftir nánari skoðun. „Þetta leit út eins og víti, varnarmaðurinn er vitlausu megin við sóknarmanninn og við fyrstu sín heldur þú að þetta sé víti,“ sagði Neville sem var einn sérfræðinga í umfjöllun ITV um mótið. „Þegar það er horft nánar á atvikið, sem er hlutverk myndbandsdómgæslunnar, þá sérðu að hægri fótur Mesa fer í átt að Herði og býr til snertinguna, sem gerir þetta ekki víti í minum huga.“ Clattenburg, sem var einn besti dómari ensku úrvalsdeildarinnar áður en hann færði sig til Sádi-Arabíu, tók undir með Neville. „Mesa býr til snertinguna. Dómarinn hefði átt að fara út að hliðarlínu og skoða atvikið í skjánum þar. Ég skil ekki afhverju það var ekki gert, hafa þeir áhyggjur af því að þetta taki of langan tíma?“ Vítadómurinn kom ekki að sök þar sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi og tryggði að niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Seinna í leiknum má Birkir Már Sævarsson telja sig heppinn að fá ekki dæmt á sig víti. Dómarinn Szymon Marciniak skammaði Cristian Pavon hins vegar fyrir leikaraskap. „Við fyrstu sín leit út fyrir að hann hefði tekið dýfu en það sést við endursýningar að Birkir fer í hægri fótinn á honum,“ sagði Henrik Larsson sem var með þeim í umfjöllun ITV. Clattenburg var mjög hissa á því að myndbandskerfið hefði ekki verið notað í þessu tilfelli og að Marciniak hefði ekki farið út að hliðarlínu og skoðað þetta. Hann tók fram að það má ekki snúa ákvörðunum við eftir að leikurinn hefur farið í gang aftur. Ef atvik á sér stað og leikurinn heldur áfram, það er boltinn fer ekki út af, má snúa ákvörðun við. Hins vegar má það ekki ef boltinn hefur farið útaf við atvikið og hann er farinn af stað aftur. Clattenburg vildi sjá Marciniak fara og skoða þetta atvik áður en leikurinn fór í gang að nýju. Hvað sem þessari gagnrýni þeirra líður þá kemur niðurstaðan út á það sama, Argentína fékk dæmda eina vítaspyrnu. Hún opnar hins vegar umræðuna um það hvernig og hvenær eigi að nota myndbandsdómgæslukerfið. Neville setti spurningamerki við hversu vel myndbandsdómararnir geta sinnt starfi sínu þar sem þeir sitja og horfa á skjá sem er skipt upp í hátt í tíu mismunandi sjónarhorn. Hvernig eiga þeir að geta tekið ákvörðun á aðeins 10 til 15 sekúndum? HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingurinn Gary Nevill og fyrrum dómarinn Mark Clattenburg gagnrýndu notkun myndbandsdómara í leik Íslands og Argentínu á HM í fótbolta í dag, eða frekar notkunarleysi myndbandsdómaranna. Maximiliano Meza fékk dæmda vítaspyrnu eftir að hann féll í teignum eftir viðskipti við Hörð Björgvin Magnússon. Neville sagði það brot ekki vera víti eftir nánari skoðun. „Þetta leit út eins og víti, varnarmaðurinn er vitlausu megin við sóknarmanninn og við fyrstu sín heldur þú að þetta sé víti,“ sagði Neville sem var einn sérfræðinga í umfjöllun ITV um mótið. „Þegar það er horft nánar á atvikið, sem er hlutverk myndbandsdómgæslunnar, þá sérðu að hægri fótur Mesa fer í átt að Herði og býr til snertinguna, sem gerir þetta ekki víti í minum huga.“ Clattenburg, sem var einn besti dómari ensku úrvalsdeildarinnar áður en hann færði sig til Sádi-Arabíu, tók undir með Neville. „Mesa býr til snertinguna. Dómarinn hefði átt að fara út að hliðarlínu og skoða atvikið í skjánum þar. Ég skil ekki afhverju það var ekki gert, hafa þeir áhyggjur af því að þetta taki of langan tíma?“ Vítadómurinn kom ekki að sök þar sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi og tryggði að niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Seinna í leiknum má Birkir Már Sævarsson telja sig heppinn að fá ekki dæmt á sig víti. Dómarinn Szymon Marciniak skammaði Cristian Pavon hins vegar fyrir leikaraskap. „Við fyrstu sín leit út fyrir að hann hefði tekið dýfu en það sést við endursýningar að Birkir fer í hægri fótinn á honum,“ sagði Henrik Larsson sem var með þeim í umfjöllun ITV. Clattenburg var mjög hissa á því að myndbandskerfið hefði ekki verið notað í þessu tilfelli og að Marciniak hefði ekki farið út að hliðarlínu og skoðað þetta. Hann tók fram að það má ekki snúa ákvörðunum við eftir að leikurinn hefur farið í gang aftur. Ef atvik á sér stað og leikurinn heldur áfram, það er boltinn fer ekki út af, má snúa ákvörðun við. Hins vegar má það ekki ef boltinn hefur farið útaf við atvikið og hann er farinn af stað aftur. Clattenburg vildi sjá Marciniak fara og skoða þetta atvik áður en leikurinn fór í gang að nýju. Hvað sem þessari gagnrýni þeirra líður þá kemur niðurstaðan út á það sama, Argentína fékk dæmda eina vítaspyrnu. Hún opnar hins vegar umræðuna um það hvernig og hvenær eigi að nota myndbandsdómgæslukerfið. Neville setti spurningamerki við hversu vel myndbandsdómararnir geta sinnt starfi sínu þar sem þeir sitja og horfa á skjá sem er skipt upp í hátt í tíu mismunandi sjónarhorn. Hvernig eiga þeir að geta tekið ákvörðun á aðeins 10 til 15 sekúndum?
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00