Gylfi: Man ekki eftir neinu dauðafæri frá þeim Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 16:45 Gylfi Þór í leiknum í dag vísir/vilhelm Ísland náði í stig gegn Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður í leikslok en fannst liðið geta gert betur í sóknarleiknum. „Frábær tilfinning. Auðvitað mjög erfiður leikur, mikið um varnarhlaup og færslur, en mjög jákvæð úrslit. Varnarleikurinn frábær, man ekki eftir neinu dauðafæri sem þeir sköpuðu sér. Auðvitað áttu þeir mikið af skotum og hálffærum, frábært mark hjá þeim, en á móti þessum leikmönnum held ég að við höfum varist vel sem lið,“ sagði Gylfi í viðtali við Tómas Þór Þórðarson í Moskvu eftir leikinn. Íslenska liðið var nær allan leikinn í vörn, eins og við var að búast á móti jafn sterkum andstæðingi. Gylfi gat ekki tekið undir það að varnarleikurinn yrði skemmtilegri þegar hann tækist eins vel upp og raun bar vitni. „Ég myndi vilja spila meiri sóknarbolta, ég held við myndum allir vilja það. En við vitum að þetta getur náð í góð úrslit og þetta er okkar besti möguleiki í að ná í sterk úrslit.“ „Við erum mjög góðir í föstum leikatriðum og mjög góðir í skyndisóknum. Sérstaklega á móti svona þjóðum þá vitum við að við þurfum að verjast vel.“ Gylfi setti þessi úrslit á sama stall og jafnteflið í fyrsta leik á EM 2016 gegn Portúgal þar sem úrslitin urðu þau sömu, 1-1. „Erum mjög ánægðir en þetta er bara eitt stig.“ „Við erum gríðarlega sáttir, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Ég held að við höfum allir verið ánægðir með hvernig við vörðumst en við getum spilað betri sóknarleik.“ „Þetta er gríðarlega erfitt og við erum í nauðvörn 70 prósent af leiknum og hin 30 prósentin erum við í venjulegri vörn.“ Þegar íslenska liðið komst í sókn mynduðust oft miklar hættur og sýndu þeir að þeir eru hættulegir fram á við. „Fyrstu 30-35 vorum við mjög góðir, náðum að pressa og setja smá spurningamerki við vörnina hjá þeim, en þetta var allt öðruvísi í seinni hálfleik.“ „Markmiðið var að ná í stig hérna í kvöld svo við erum bara í fínum málum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Messi skaut oftar á markið en okkar menn til samans en skoraði ekki Opinber tölfræði leiksins liggur fyrir og kennir ýmissa grasa. 16. júní 2018 15:19 Emil: Súrrealískt að þurfa að pæla í Messi fyrir aftan sig Emil Hallfreðsson var einn af bestu mönnum vallarins í frábæru jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta í dag. 16. júní 2018 16:34 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Hörður um vítið: Var rólegur því það var komið að Nesa að bjarga okkur Hörður Björgvin Magnússon hefði getað orðið skúrkur dagsins þegar hann fékk dæmda á sig vítapsyrnu í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM. Hannes Þór Halldórsson bjargaði honum þó fyrir horn með því að verja vítið frá Lionel Messi. 16. júní 2018 16:25 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Ísland náði í stig gegn Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður í leikslok en fannst liðið geta gert betur í sóknarleiknum. „Frábær tilfinning. Auðvitað mjög erfiður leikur, mikið um varnarhlaup og færslur, en mjög jákvæð úrslit. Varnarleikurinn frábær, man ekki eftir neinu dauðafæri sem þeir sköpuðu sér. Auðvitað áttu þeir mikið af skotum og hálffærum, frábært mark hjá þeim, en á móti þessum leikmönnum held ég að við höfum varist vel sem lið,“ sagði Gylfi í viðtali við Tómas Þór Þórðarson í Moskvu eftir leikinn. Íslenska liðið var nær allan leikinn í vörn, eins og við var að búast á móti jafn sterkum andstæðingi. Gylfi gat ekki tekið undir það að varnarleikurinn yrði skemmtilegri þegar hann tækist eins vel upp og raun bar vitni. „Ég myndi vilja spila meiri sóknarbolta, ég held við myndum allir vilja það. En við vitum að þetta getur náð í góð úrslit og þetta er okkar besti möguleiki í að ná í sterk úrslit.“ „Við erum mjög góðir í föstum leikatriðum og mjög góðir í skyndisóknum. Sérstaklega á móti svona þjóðum þá vitum við að við þurfum að verjast vel.“ Gylfi setti þessi úrslit á sama stall og jafnteflið í fyrsta leik á EM 2016 gegn Portúgal þar sem úrslitin urðu þau sömu, 1-1. „Erum mjög ánægðir en þetta er bara eitt stig.“ „Við erum gríðarlega sáttir, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Ég held að við höfum allir verið ánægðir með hvernig við vörðumst en við getum spilað betri sóknarleik.“ „Þetta er gríðarlega erfitt og við erum í nauðvörn 70 prósent af leiknum og hin 30 prósentin erum við í venjulegri vörn.“ Þegar íslenska liðið komst í sókn mynduðust oft miklar hættur og sýndu þeir að þeir eru hættulegir fram á við. „Fyrstu 30-35 vorum við mjög góðir, náðum að pressa og setja smá spurningamerki við vörnina hjá þeim, en þetta var allt öðruvísi í seinni hálfleik.“ „Markmiðið var að ná í stig hérna í kvöld svo við erum bara í fínum málum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Messi skaut oftar á markið en okkar menn til samans en skoraði ekki Opinber tölfræði leiksins liggur fyrir og kennir ýmissa grasa. 16. júní 2018 15:19 Emil: Súrrealískt að þurfa að pæla í Messi fyrir aftan sig Emil Hallfreðsson var einn af bestu mönnum vallarins í frábæru jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta í dag. 16. júní 2018 16:34 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Hörður um vítið: Var rólegur því það var komið að Nesa að bjarga okkur Hörður Björgvin Magnússon hefði getað orðið skúrkur dagsins þegar hann fékk dæmda á sig vítapsyrnu í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM. Hannes Þór Halldórsson bjargaði honum þó fyrir horn með því að verja vítið frá Lionel Messi. 16. júní 2018 16:25 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Messi skaut oftar á markið en okkar menn til samans en skoraði ekki Opinber tölfræði leiksins liggur fyrir og kennir ýmissa grasa. 16. júní 2018 15:19
Emil: Súrrealískt að þurfa að pæla í Messi fyrir aftan sig Emil Hallfreðsson var einn af bestu mönnum vallarins í frábæru jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta í dag. 16. júní 2018 16:34
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00
Hörður um vítið: Var rólegur því það var komið að Nesa að bjarga okkur Hörður Björgvin Magnússon hefði getað orðið skúrkur dagsins þegar hann fékk dæmda á sig vítapsyrnu í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM. Hannes Þór Halldórsson bjargaði honum þó fyrir horn með því að verja vítið frá Lionel Messi. 16. júní 2018 16:25
Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10