Helgi: Ekkert í leik Argentínu sem kom á óvart Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 16:14 Helgi og Heimir einbeittir fyrir leik í dag Vísir/getty Ísland náði í stig í fyrsta leik sínum á HM þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu. Helgi Kolviðsson, aðstorðarlandsliðsþjálfari, sagði ekkert í leik Argentínumanna koma á óvart. Starfslið landsliðsins er búið að liggja yfir myndböndum af Argentínumönnum og voru undirbúnir undir allt sem gerðist í leiknum. „Við erum búnir að hræra í þessu alla daga og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við vorum vel undirbúnir og getum sýnt strákunum mikið sem þeir [Argentínumenn] reyndu að gera en gátu ekki gert í leiknum en hafa gert undanfarið,“ sagði Helgi í viðtali við Tómas Þór Þórðarson úti í Moskvu. „Bara í gær vorum við að skoða trikk frá Messi fyrir utan teiginn, við sýndum strákunum það í morgun og náðum að setja Alfreð á það. Allur þessi undirbúningur gekk upp.“ En hvernig er stemmingin í klefanum eftir þessi frábæru úrslit? „Það eru bara rólegheit og menn eru yfirvegaðir. Frábært að ná þessum árangri en við erum meðvitaðir um það að þetta er bara fyrsti leikurinn.“ „Menn eru gjörsamlega búnir á því eftir leikinn og reyna að ná sér.“ Strákarnir voru mjög jarðbundnir eftir leikinn og rólegir í fögnuði sínum með íslensku stuðningsmönnunum. Helgi sagði það þó ekki vera eitthvað sem þjálfarateymið hafi lagt upp með. „Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta og vissum að þetta yrði erfitt. Við vorum ekkert að hlaupa húllum hæ, náðum í stig á HM í fyrsta leik sem er frábært en núna þarf bara að einbeita sér að næsta leik.“ Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli í seinni hálfleik eftir að hafa fallið til jarðar einn og óáreittur. Það veit oft ekki á gott ef menn meiðast án þess að lenda í samstuði en Helgi gat ekki sagt til um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. „Hann stífnaði upp ekki í neinni tæklingu svo við þurfum aðeins að skoða þetta. Kemur í ljós eftir tvo daga hvort þetta sé eitthvað sem hafi bara stífnað upp eða eitthvað meira. Við vonum það besta,“ sagði Helgi en Heimir Hallgrímsson staðfesti á blaðamannafundi eftir leikinn að Jóhann væri tognaður í kálfa. Ísland mætir Nígeríu í öðrum leik sínum þann 22. júní. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes spurði argentínskan blaðamann hvort hann væri frændi Cristiano Ronaldo Ég vann mikla heimavinnu, sagði Hannes um vítaspyrnuna sem allir eru að tala um. 16. júní 2018 15:33 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Alfreð: Augnablikið var draumi líkast Alfreð Finnbogason var að vonum ánægður eftir jafntefli Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM en Alfreð skoraði mark Íslendinga í leiknum. 16. júní 2018 15:17 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Ísland náði í stig í fyrsta leik sínum á HM þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu. Helgi Kolviðsson, aðstorðarlandsliðsþjálfari, sagði ekkert í leik Argentínumanna koma á óvart. Starfslið landsliðsins er búið að liggja yfir myndböndum af Argentínumönnum og voru undirbúnir undir allt sem gerðist í leiknum. „Við erum búnir að hræra í þessu alla daga og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við vorum vel undirbúnir og getum sýnt strákunum mikið sem þeir [Argentínumenn] reyndu að gera en gátu ekki gert í leiknum en hafa gert undanfarið,“ sagði Helgi í viðtali við Tómas Þór Þórðarson úti í Moskvu. „Bara í gær vorum við að skoða trikk frá Messi fyrir utan teiginn, við sýndum strákunum það í morgun og náðum að setja Alfreð á það. Allur þessi undirbúningur gekk upp.“ En hvernig er stemmingin í klefanum eftir þessi frábæru úrslit? „Það eru bara rólegheit og menn eru yfirvegaðir. Frábært að ná þessum árangri en við erum meðvitaðir um það að þetta er bara fyrsti leikurinn.“ „Menn eru gjörsamlega búnir á því eftir leikinn og reyna að ná sér.“ Strákarnir voru mjög jarðbundnir eftir leikinn og rólegir í fögnuði sínum með íslensku stuðningsmönnunum. Helgi sagði það þó ekki vera eitthvað sem þjálfarateymið hafi lagt upp með. „Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta og vissum að þetta yrði erfitt. Við vorum ekkert að hlaupa húllum hæ, náðum í stig á HM í fyrsta leik sem er frábært en núna þarf bara að einbeita sér að næsta leik.“ Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli í seinni hálfleik eftir að hafa fallið til jarðar einn og óáreittur. Það veit oft ekki á gott ef menn meiðast án þess að lenda í samstuði en Helgi gat ekki sagt til um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. „Hann stífnaði upp ekki í neinni tæklingu svo við þurfum aðeins að skoða þetta. Kemur í ljós eftir tvo daga hvort þetta sé eitthvað sem hafi bara stífnað upp eða eitthvað meira. Við vonum það besta,“ sagði Helgi en Heimir Hallgrímsson staðfesti á blaðamannafundi eftir leikinn að Jóhann væri tognaður í kálfa. Ísland mætir Nígeríu í öðrum leik sínum þann 22. júní.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes spurði argentínskan blaðamann hvort hann væri frændi Cristiano Ronaldo Ég vann mikla heimavinnu, sagði Hannes um vítaspyrnuna sem allir eru að tala um. 16. júní 2018 15:33 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Alfreð: Augnablikið var draumi líkast Alfreð Finnbogason var að vonum ánægður eftir jafntefli Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM en Alfreð skoraði mark Íslendinga í leiknum. 16. júní 2018 15:17 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Hannes spurði argentínskan blaðamann hvort hann væri frændi Cristiano Ronaldo Ég vann mikla heimavinnu, sagði Hannes um vítaspyrnuna sem allir eru að tala um. 16. júní 2018 15:33
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00
Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03
Alfreð: Augnablikið var draumi líkast Alfreð Finnbogason var að vonum ánægður eftir jafntefli Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM en Alfreð skoraði mark Íslendinga í leiknum. 16. júní 2018 15:17
Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10