Lífið

Mikil stemning í Hljómskálagarðinum

Sylvía Hall skrifar
Það var mikil stemning í Hljómaskálagarðinum í dag þar sem stuðningsmenn landsliðsins komu saman og fylgdust með fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu.

Þrátt fyrir mikla rigningu var mikill fjöldi mættur á svæðið til þess að sjá frumraun landsliðsins á mótinu á risaskjá og mátti sjá marga nýta tækifærið og klæða sig upp í fánalitunum. 

Mikil gleði braust út í hópnum þegar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á heimsmeistaramótinu, en leikurinn endaði með glæsilegu 1-1 jafntefli við Argentínumenn og því strákarnir með gott veganesti fyrir næstu leiki riðilsins. 

Hér að ofan má sjá stemninguna í garðinum þar sem fólk lét veðrið ekki aftra sér frá því að syngja, taka víkingaklappið og styðja vel við bakið á okkar mönnum.  

 


Tengdar fréttir

Ert þú klár í fyrsta leik Íslands á HM?

Á morgun er komið að fyrsta leik landsliðsins á heimsmeistaramótinu í fótbolta og það fer ekki fram hjá neinum að HM er í gangi þessa dagana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×