„Það er draumi líkast að hafa varið þetta víti, sérstaklega af því það hjálpaði okkur að skila stigi sem gæti reynst okkur mjög mikilvægt til að komast upp úr riðlinum,“ sagði Hannes á blaðamannafundi eftir leikinn.
„Ég vann mikla heimavinnu,“ sagði Hannes um vítaspyrnuna sem allir eru að tala um. „Ég horfði á margar vítapsyrnur frá Messi. Svo skoðaði ég líka á hvernig ég hreyfði mig í síðustu vítaspyrnum sem ég hef glímt við svo ég vissi hverju Messi ætti von á frá mér. Ég hafði góða tilfinningu fyrir því að hann myndi skjóta í þetta horn.“

„Ertu frændi Cristiano Ronaldo?“ og vísaði til þess að Ronaldo gerði lítið úr íslenska liðinu eftir 1-1 jafntefli Portúgals og Íslands á EM fyrir tveimur árum. Reyndar fagnaði Ronaldo 3-3 jafntelfi við Spánverja í gærkvöldi vel en það er önnur saga.
„Þetta er stórt jafntefli fyrir okkur. Við kynntumst því á EM hvað það er mikilvægt að komast á blað ef við ætlum að ná markmiði okkar að komast upp úr riðlinum,“ sagði Hannes.
„Við vorum að spila við eitt besta lið í heimi, gegn besta leikmanni heims og alveg eins og gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo þá fögnuðum við stiginu gegn Messi og Argentínu.“