Báðir glímdu við meiðsli á lokamánuðum tímabilsins í Englandi, þar sem Gylfi spilar með Everton og Aron Einar með Cardiff. Gylfi var í byrjunarliðinu í vináttulandsleiknum gegn Gana en Aron Einar hefur ekkert spilað síðan hann meiddist í leik með Cardiff í lok apríl.
Aron Einar, Gylfi og Emil Hallfreðsson eru allir á miðjunni hjá íslenska liðinu. Gylfi er sóknartengiliður en fremstur er Alfreð Finnbogason. Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson eru á köntunum hjá Íslandi sem þýðir að Jón Daði Böðvarsson er á meðal varamanna Íslands í dag.
Stærsta spurningin fyrir leik í varnarlínu Íslands er hver myndi byrja í stöðu vinstri bakvarðar. Hörður Björgvin Magnússon fær það hlutverk í dag og er því Ari Freyr Skúlason á bekknum. Aðrir varnarmenn Íslands eru miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson sem og hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson. Hannes Þór Halldórsson er svo að venju í marki Íslands, líkt og áður.
Byrjunarliðið á móti Argentínu:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Hörður Björgvin Magnússon
Jóhann Berg Guðmundsson
Aron Einar Gunnarsson
Emil Hallfreðsson
Birkir Bjarnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Alfreð Finnbogason
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 16, 2018