Stemningin fyrir utan Spartak-völlinn í Moskvu þar sem að styttist í leik Íslendinga og Argentínumanna er alveg mögnuð en stuðningsmenn beggja liða eru í miklu stuði.
Argentínumenn eru mun fjölmennari og voru nokkur hundruð þeirra mætt fyrir utan völlinn strax í morgun. Íslendingarnir fóru að mæta eftir Íslendingaveisluna í miðborg Moskvu og þá fór að færast fjör í leika.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er á vappinu fyrir utan völlinn og fangaði stemninguna eins og sjá má í syrpunni hér að neðan.
Fylgstu með beinni textalýsingu Vísis þar sem upphitun er löngu hafin.
