Kolbeinn Tumi og Tómas Þór eru á léttum nótum sem fyrr en þó með meiri alvöru enda alvaran framundan. Leikur við Argentínu klukkan fjögur að staðartíma, eitt að íslenskum tíma.
Í þættinum er rýnt í byrjunarliðin tvö og hugarfar strákanna okkar sem yrðu hundfúlir með nokkra aðra niðurstöðu en stig, hvort sem er eitt eða þrjú. Hvers vegna tilkynnti Sampioli byrjunarliðið í gær? Af hverju mættu þeir ekki á keppnisleikvanginn? Hvort byrjar Alfreð eða Jón Daði?
Þetta og margt fleira í þætti dagsins, áfram Ísland!
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.