Segir að Salah verði skotskífa Úrúgvæmanna í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2018 11:00 Mohamed Salah. Vísir/Getty Mohamed Salah er að fara spila í dag þegar Egyptar mæta Úrúgvæ í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í Rússlandi. Kannski væri þó betra fyrir hann að byrja á móti öðru liði en Úrúgvæ. Mohamed Salah meiddist illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hefur síðan verið í miklu kapphlaupi að ná sér góðum fyrir HM. Ef marka má orð egypska landsliðsþjálfarans í gær þá vann Mohamed Salah það kapphlaup. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, var í viðtali hjá BBC og hann er viss um að Liverpool framherjinn fái heldur betur að finna fyrir því spili hann leikinn á móti Úrúgvæ í dag. „Suður-Ameríubúar spila alltaf fast. Þeir eru með kraftmikla varnarmenn í Diego Godin og félögum og eins eru þeir Suarez og Cavani líka fastir fyrir. Salah verður skotskífa hjá þeim í þessum leik,“ sagði Leon Osman. Mohamed Salah verður í það minnsta í mjög strangri gæslu en Liverpool maðurinn skoraði 44 mörk í 52 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili á Anfield og varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar 2017-18. „Ég held að þeir munu láta hann finna vel fyrir sér og þá sérstaklega á þessum tíu fyrstu mínútum þegar menn vilja sjá hvernig staðan sé á öxlinni hans,“ sagði Osman. „Ég er samt mjög spenntur að sjá bæði Salah og Suarez í þessum leik og hvor þeirra geri betur hvað varðar sóknarleikinn,“ sagði Osman. Mohamed Salah hefur skorað 33 mörk í 57 landsleikjum þar af 11 mörk í 18 landsleikjum sínum frá og með 2016. Hann skoraði í eina landsleiknum sínum á árinu 2018 sem var á móti Portúgal í mars. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Sjá meira
Mohamed Salah er að fara spila í dag þegar Egyptar mæta Úrúgvæ í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í Rússlandi. Kannski væri þó betra fyrir hann að byrja á móti öðru liði en Úrúgvæ. Mohamed Salah meiddist illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hefur síðan verið í miklu kapphlaupi að ná sér góðum fyrir HM. Ef marka má orð egypska landsliðsþjálfarans í gær þá vann Mohamed Salah það kapphlaup. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, var í viðtali hjá BBC og hann er viss um að Liverpool framherjinn fái heldur betur að finna fyrir því spili hann leikinn á móti Úrúgvæ í dag. „Suður-Ameríubúar spila alltaf fast. Þeir eru með kraftmikla varnarmenn í Diego Godin og félögum og eins eru þeir Suarez og Cavani líka fastir fyrir. Salah verður skotskífa hjá þeim í þessum leik,“ sagði Leon Osman. Mohamed Salah verður í það minnsta í mjög strangri gæslu en Liverpool maðurinn skoraði 44 mörk í 52 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili á Anfield og varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar 2017-18. „Ég held að þeir munu láta hann finna vel fyrir sér og þá sérstaklega á þessum tíu fyrstu mínútum þegar menn vilja sjá hvernig staðan sé á öxlinni hans,“ sagði Osman. „Ég er samt mjög spenntur að sjá bæði Salah og Suarez í þessum leik og hvor þeirra geri betur hvað varðar sóknarleikinn,“ sagði Osman. Mohamed Salah hefur skorað 33 mörk í 57 landsleikjum þar af 11 mörk í 18 landsleikjum sínum frá og með 2016. Hann skoraði í eina landsleiknum sínum á árinu 2018 sem var á móti Portúgal í mars.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn