Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi á Spartak-leikvanginum klukkkan 10:15 að íslenskum tíma. Þar gefst blaðamönnum loks færi á að spyrja Aron Einar út í stöðuna á honum fyrir leikinn gegn Argentínumönnum á morgun.
Strákarnir hafa nýlokið æfingu á keppnisvellinum þegar fundurinn fer fram, þeirri síðustu fyrir leikinn á morgun. Tæpur sólarhringur er í að Pólverjinn Szymon Marciniak flauti til leiks hjá Íslandi og Argentínu.
Hér að neðan er bein textalýsing frá okkar mönnum á staðnum. Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér.
Í beinni frá Moskvu: Blaðamannafundur Arons og Heimis fyrir Argentínuleikinn
