Strákarnir sýna mér traust Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2018 21:30 Jón Daði Böðvarsson. Vísir/Getty „Fyrstu dagarnir hérna í Rússlandi hafa verið fínir og það eru allir einbeittir fyrir verkefnið sem fram undan er. Allar aðstæður eru til fyrirmyndar og stemningin í hópnum góð,“ sagði Jón Daði Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær. Þetta var síðasta æfing liðsins áður en það flaug til Moskvu síðdegis. Á morgun er komið að stóru stundinni, leiknum gegn Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu. Jón Daði vonast að sjálfsögðu til að vera í byrjunarliðinu í þessum fyrsta leik Íslands á HM frá upphafi. „Ég vona það en þetta kemur bara í ljós. Maður gerir sig alltaf kláran eins og maður sé að fara að byrja.“ Selfyssingurinn skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-1 sigrinum fræga á Austurríki á EM 2016. Síðan eru liðin tvö ár. Og raunar eru mörk Jóns Daða fyrir landsliðið aðeins tvö. „Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu. Tölfræðin mín er ekkert rosaleg sem framherji en maður þarf bara að hlæja að því. Ég reyni að bæta úr því og halda áfram að vinna vel fyrir liðið,“ sagði Jón Daði sem leggst rólegur á koddann þótt mörkin láti bíða eftir sér. „Það er mikilvægt að horfa á aðrar hliðar í leiknum þínum líka. Ég stressa mig ekki yfir þessu og strákarnir sýna mér traust. Við þurfum að verjast meira en aðrir og þekkja okkar takmörk. Maður einblínir á þau gildi sem leikmaður og hvernig þetta virkar hjá landsliðinu. Það er öðruvísi en hjá félagsliðinu,“ sagði Jón Daði að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
„Fyrstu dagarnir hérna í Rússlandi hafa verið fínir og það eru allir einbeittir fyrir verkefnið sem fram undan er. Allar aðstæður eru til fyrirmyndar og stemningin í hópnum góð,“ sagði Jón Daði Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær. Þetta var síðasta æfing liðsins áður en það flaug til Moskvu síðdegis. Á morgun er komið að stóru stundinni, leiknum gegn Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu. Jón Daði vonast að sjálfsögðu til að vera í byrjunarliðinu í þessum fyrsta leik Íslands á HM frá upphafi. „Ég vona það en þetta kemur bara í ljós. Maður gerir sig alltaf kláran eins og maður sé að fara að byrja.“ Selfyssingurinn skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-1 sigrinum fræga á Austurríki á EM 2016. Síðan eru liðin tvö ár. Og raunar eru mörk Jóns Daða fyrir landsliðið aðeins tvö. „Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu. Tölfræðin mín er ekkert rosaleg sem framherji en maður þarf bara að hlæja að því. Ég reyni að bæta úr því og halda áfram að vinna vel fyrir liðið,“ sagði Jón Daði sem leggst rólegur á koddann þótt mörkin láti bíða eftir sér. „Það er mikilvægt að horfa á aðrar hliðar í leiknum þínum líka. Ég stressa mig ekki yfir þessu og strákarnir sýna mér traust. Við þurfum að verjast meira en aðrir og þekkja okkar takmörk. Maður einblínir á þau gildi sem leikmaður og hvernig þetta virkar hjá landsliðinu. Það er öðruvísi en hjá félagsliðinu,“ sagði Jón Daði að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira