Fyrsti þátturinn af Sumarmessunni fór fram í kvöld en í þættinum er fjallað um leiki hvers dag á HM í knattspyrnu sem hófst í Rússlandi í dag.
Benedikt Valsson sér um þáttinn en Hjörvar Hafliðason er honum til halds og trausts. Þeir félagar fara vel yfir málin eftir hvern leikdag og fá góða gesti í spjall en gestur kvöldsins var Jóhannes Karl Guðjónsson.
Einn liður í þáttinum heitir rússneska mínútan. Þá taka fréttamenn Stöðvar 2 Sports í Rússlandi yfir þáttinn og fjalla um málefni líðandi stundar í Rússlandi.
Í þættinum í kvöld var það Tómas Þór Þórðarson sem tók yfir rússnesku mínútuna og fjallaði um afar skemmtileg hlið á íslenska æfingasvæðinu í Rússlandi.
Afraksturinn má sjá hér að ofan.
