Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. júní 2018 14:15 Fjölskylda og vinir Einars Darra vinna að forvarnarverkefni sem einblínir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á meðal ungmenna. Babl/Úr einkasafni Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. Nú hefur verið stofnaður minningarsjóður í nafni Einars Darra sem rennur til styrktar málefna sem ætluð eru til að hjálpa ungu fólki í fíkniefnavanda. Fjallað er um sögu Einars Darra á síðunni Babl.is sem er nýr fréttavefur fyrir ungt fólk. Greinahöfundar síðunnar eru allir á aldrinum 19 til 21 árs. Leitaði aðstoðar vegna kvíða „Ímynd okkar af þeim sem leiðast út í fíkniefnaneyslu er oft bjöguð og óraunhæf, Einar var vel gefinn strákur sem stóð sig vel í skóla og vinnu, var vinamargur og hamingjusamur. Einar stundaði líkamsrækt á hverjum degi, passaði upp á heilsuna, var náinn fjölskyldu sinni og varði tíma með þeim við hvert tækifæri. Á yfirborðinu var hann með allt á hreinu. Fólk eins og Einar er gott dæmi um það að fíkniefni fara ekki í manngreiningaálit, hver sem er getur lent í klóm þeirra,“ segir í greininni um minningarsjóðinn. Hann hafði reynt að hætta af sjálfsdáðum án árangurs en áður en hann sjálfur og allir í kringum hann gerðu sér grein fyrir alvarleika vandans, þá var það orðið of seint. „Undanfarin ár hefur mikið verið talað um aukinn kvíða barna og unglinga, Einar var eitt þessara barna. Ólíkt mörgum þá var Einar mjög opinn með sinn kvíðavanda og leitaði sér hjálpar samstundis. Þrátt fyrir hjálp hjá sálfræðingum og að hafa tekið það sem virtust allt vera hárréttar ákvarðanir þá sat kvíðinn ennþá eftir í honum.“Hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá Einari Darra eftir að hann kyntist Xanax, samkvæmt fjölskyldu og vinum hans.Vísir/GettyLoksins fundið lausnina Einar Darri notaði kvíðalyfið Xanax, sem hefur verið fjallað töluvert um hér á landi síðustu ár. „Það var ekki fyrr en að Einar kynntist þessu lyfi í gegnum tónlistina sem hann hlustaði á, að hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá honum. Rétt eins og margir aðrir þá hafði hann loksins fundið lausnina við kvíðanum sem hafði verið að hrjá hann.“ Fjölskylda og vinir Einars Darra eru nú byrjuð að vinna að forvarnarverkefni sem einblínir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á meðal ungmenna hér á landi og verður verkefnið kynnt betur á næstu dögum. Nánar má lesa um sögu Einars Darra á síðunni Babl en þeim sem vilja styrkja þetta málefni er bent á minningarsjóðinn 354-13-200240, kennitala 160370-5999. Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Heilbrigðis- og menntamálaráðherra hafa ákveðið að taka höndum saman til að auðvelda aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. 20. apríl 2018 21:00 Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum. 17. apríl 2018 14:45 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. Nú hefur verið stofnaður minningarsjóður í nafni Einars Darra sem rennur til styrktar málefna sem ætluð eru til að hjálpa ungu fólki í fíkniefnavanda. Fjallað er um sögu Einars Darra á síðunni Babl.is sem er nýr fréttavefur fyrir ungt fólk. Greinahöfundar síðunnar eru allir á aldrinum 19 til 21 árs. Leitaði aðstoðar vegna kvíða „Ímynd okkar af þeim sem leiðast út í fíkniefnaneyslu er oft bjöguð og óraunhæf, Einar var vel gefinn strákur sem stóð sig vel í skóla og vinnu, var vinamargur og hamingjusamur. Einar stundaði líkamsrækt á hverjum degi, passaði upp á heilsuna, var náinn fjölskyldu sinni og varði tíma með þeim við hvert tækifæri. Á yfirborðinu var hann með allt á hreinu. Fólk eins og Einar er gott dæmi um það að fíkniefni fara ekki í manngreiningaálit, hver sem er getur lent í klóm þeirra,“ segir í greininni um minningarsjóðinn. Hann hafði reynt að hætta af sjálfsdáðum án árangurs en áður en hann sjálfur og allir í kringum hann gerðu sér grein fyrir alvarleika vandans, þá var það orðið of seint. „Undanfarin ár hefur mikið verið talað um aukinn kvíða barna og unglinga, Einar var eitt þessara barna. Ólíkt mörgum þá var Einar mjög opinn með sinn kvíðavanda og leitaði sér hjálpar samstundis. Þrátt fyrir hjálp hjá sálfræðingum og að hafa tekið það sem virtust allt vera hárréttar ákvarðanir þá sat kvíðinn ennþá eftir í honum.“Hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá Einari Darra eftir að hann kyntist Xanax, samkvæmt fjölskyldu og vinum hans.Vísir/GettyLoksins fundið lausnina Einar Darri notaði kvíðalyfið Xanax, sem hefur verið fjallað töluvert um hér á landi síðustu ár. „Það var ekki fyrr en að Einar kynntist þessu lyfi í gegnum tónlistina sem hann hlustaði á, að hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá honum. Rétt eins og margir aðrir þá hafði hann loksins fundið lausnina við kvíðanum sem hafði verið að hrjá hann.“ Fjölskylda og vinir Einars Darra eru nú byrjuð að vinna að forvarnarverkefni sem einblínir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á meðal ungmenna hér á landi og verður verkefnið kynnt betur á næstu dögum. Nánar má lesa um sögu Einars Darra á síðunni Babl en þeim sem vilja styrkja þetta málefni er bent á minningarsjóðinn 354-13-200240, kennitala 160370-5999.
Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Heilbrigðis- og menntamálaráðherra hafa ákveðið að taka höndum saman til að auðvelda aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. 20. apríl 2018 21:00 Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum. 17. apríl 2018 14:45 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Heilbrigðis- og menntamálaráðherra hafa ákveðið að taka höndum saman til að auðvelda aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. 20. apríl 2018 21:00
Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum. 17. apríl 2018 14:45