Ofurfyrirsætur, Robbie Williams og bolti úr geimnum á opnunarhátíð HM Kolbeinn Tumi Daðason á leið til Moskvu skrifar 14. júní 2018 14:30 Rússarnir tjölduðu öllu til við opnunaratriðin í dag. Vísir/getty Tchaikovsky, rússnesk ofurfyrirsæta, gamli Ronaldo og Robbie Williams eru á meðal þeirra sem munu troða upp á Luzhniki leikvanginum í Rússlandi þegar HM verður sett með pompi og prakt í dag. Ólíkt fyrri opnunarhátíð verður þessi í styttra lagi og nær þeim tíma þegar argentínski dómarinn Nestor Pitana flautar til leiks Rússlands gegn Sádí Arabíu. Tónlistin mun ráða ríkjum á meðan hátíðinni stendur en það er listrænn stjórnandi er Felix Mikhailov. Hans hægri hönd er Ilya Averbukh en í kringum 800 manns taka þátt í sýningunni. Rússneska sópran söngkonan Aida Garifullina, sem syngur við Vínaróperuna, verður í stærsta hlutverkinu ásamt popparanum Robbie Williams. Casillas með bikarinnVísir/GettyHátíðin hefst á því að Iker Casillas, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Spánverja, og ofurfyrirsætan Natalia Vodianova ganga inn á leikvanginn með verðlaunagripinn sjálfan. Sá verður í öskju sem Louis Vuitton hannað á dögunum. Hálftíma fyrir leik verða klassísk tónlistaratriði þar sem stjórnandinn, fiðlu- og víóluleikarinn Yuri Bashmet og Daniil Trifonov, píanisti og tónskáld, flytja verk eftir Peter Tchaikovsky. Þar á eftir munu Ronaldo hinn brasilíski og Robbie Williams bregða á leik með ungum iðkanda. Í framhaldinu syngur Robbie Williams slagara sinn Let Me Entertain You og dansarar sveifla sér með.Robbie Williams tekur sína helstu slagara í Moskvu í dag.Vísir/GettyAlexander Boldachev, hörpuleikari og tónskáld, stígur á stokk áður en Aida Garifullina kemur inn á leikvanginn á baki eldfugls. Enn er tími fyrir Robbie Williams að syngja slagara, nú Feel, og enn dansar fólk með. Þau Robbie og Aida syngja svo saman Angels áður en krakkar og pör koma inn á völlinn, fulltrúar liðanna 32 í keppninni. Áhorfendur á vellinum halda gylltum stjörnum á lofti og sendiherra Rostov við Don gengur inn á leikvanginn með HM boltann, Telstar 18. Boltinn var sendur út í geim með alþjóðlegu geimstofnuninni í mars, var á sporbaug og geimfarar spiluðu fótbolta með í geimnum. Boltinn kom aftur til jarðar þann 3. júní. Stjörnur keppninnar taka hátíðlega upphafsspyrnu og Robbie Williams syngur Rock DJ. Þar með lýkur opnunarhátíðinni. Þá verður allt gert klárt fyrir leikmenn sem ganga inn á völlinn ásamt dómurum. Leikur Rússa og Sádí-Arabíu hefst svo klukkan þrjú, eða klukkan sex að staðartíma. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Tchaikovsky, rússnesk ofurfyrirsæta, gamli Ronaldo og Robbie Williams eru á meðal þeirra sem munu troða upp á Luzhniki leikvanginum í Rússlandi þegar HM verður sett með pompi og prakt í dag. Ólíkt fyrri opnunarhátíð verður þessi í styttra lagi og nær þeim tíma þegar argentínski dómarinn Nestor Pitana flautar til leiks Rússlands gegn Sádí Arabíu. Tónlistin mun ráða ríkjum á meðan hátíðinni stendur en það er listrænn stjórnandi er Felix Mikhailov. Hans hægri hönd er Ilya Averbukh en í kringum 800 manns taka þátt í sýningunni. Rússneska sópran söngkonan Aida Garifullina, sem syngur við Vínaróperuna, verður í stærsta hlutverkinu ásamt popparanum Robbie Williams. Casillas með bikarinnVísir/GettyHátíðin hefst á því að Iker Casillas, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Spánverja, og ofurfyrirsætan Natalia Vodianova ganga inn á leikvanginn með verðlaunagripinn sjálfan. Sá verður í öskju sem Louis Vuitton hannað á dögunum. Hálftíma fyrir leik verða klassísk tónlistaratriði þar sem stjórnandinn, fiðlu- og víóluleikarinn Yuri Bashmet og Daniil Trifonov, píanisti og tónskáld, flytja verk eftir Peter Tchaikovsky. Þar á eftir munu Ronaldo hinn brasilíski og Robbie Williams bregða á leik með ungum iðkanda. Í framhaldinu syngur Robbie Williams slagara sinn Let Me Entertain You og dansarar sveifla sér með.Robbie Williams tekur sína helstu slagara í Moskvu í dag.Vísir/GettyAlexander Boldachev, hörpuleikari og tónskáld, stígur á stokk áður en Aida Garifullina kemur inn á leikvanginn á baki eldfugls. Enn er tími fyrir Robbie Williams að syngja slagara, nú Feel, og enn dansar fólk með. Þau Robbie og Aida syngja svo saman Angels áður en krakkar og pör koma inn á völlinn, fulltrúar liðanna 32 í keppninni. Áhorfendur á vellinum halda gylltum stjörnum á lofti og sendiherra Rostov við Don gengur inn á leikvanginn með HM boltann, Telstar 18. Boltinn var sendur út í geim með alþjóðlegu geimstofnuninni í mars, var á sporbaug og geimfarar spiluðu fótbolta með í geimnum. Boltinn kom aftur til jarðar þann 3. júní. Stjörnur keppninnar taka hátíðlega upphafsspyrnu og Robbie Williams syngur Rock DJ. Þar með lýkur opnunarhátíðinni. Þá verður allt gert klárt fyrir leikmenn sem ganga inn á völlinn ásamt dómurum. Leikur Rússa og Sádí-Arabíu hefst svo klukkan þrjú, eða klukkan sex að staðartíma.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira