Fylgjum lögum um menntun kennara Guðríður Arnardóttir skrifar 14. júní 2018 10:45 Nú eru 10 ár síðan að lög um menntun og ráðningu kennara allra skólastiga (87/2008) tóku gildi. Í 21. grein laganna er beinlínis gert ráð fyrir að útgefin leyfisbréf til kennslu verði sveigjanleg á milli skólastiga. Þannig segir í lögunum að leikskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í yngstu bekkjum grunnskólans og framhaldsskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í unglingadeildum. Grunnskólakennarar eiga svo að fá heimild til kennslu elstu nemendum leikskólans og grunnáfanga framhaldsskólanna. Svona eru lögin. Þrátt fyrir það er útgáfa leyfisbréfa óbreytt frá því fyrir gildistöku menntalaganna 2008 og veita þau ekkert svigrúm til kennslu þvert á skólastig. Það er ekki boðlegt því lög ber að virða. Kennaraskortur blasir við í grunnskólum landsins. Á sama tíma hefur nám í framhaldsskólum verið stytt og stöðugildum kennara í framhaldsskólum landsins hefur fækkað. Reyndir og vel menntaðir framhaldsskólakennarar hafa því einhverjir misst vinnuna síðustu misseri vegna samdráttar í kennslu á framhaldsskólastigi. Þessir kennarar vilja gjarnan ráða sig til grunnskólanna enda hafa þeir valið sér kennslu að ævistarfi og í flestum tilfellum er um að ræða vel menntaða og reynda kennara. Vandinn er sá að þeir framhaldsskólakennarar sem ekki hafa sérstakt leyfisbréf til kennslu í grunnskólum eru í dag ráðnir tímabundið og þeim eru boðin leiðbeinendalaun. Farsæll framhaldsskólakennari sem kenndi fyrsta árs nemendum í framhaldsskóla er allt í einu ekki fullhæfur til að kenna litlu yngri nemendum í efstu bekkjum grunnskólans miðað við núverandi útgáfu leyfisbréfanna. Menntalögin frá 2008 gerðu ekki ráð fyrir að einhver sérstök lína yrði dregin í sandinn þvert á skólastig. Nemendur umturnast ekki við það eitt að færast upp um skólastig á skólagöngu sinni frá leikskóla í gegnum framhaldsskóla. Það er því ekkert óeðlilegt við það að kennarar geti kennt á fleiri en einu skólastigi. Hvers vegna ætti leikskólakennari sem hefur kennt 5 – 6 ára börnum í áraraðir ekki að geta kennt 7 til 8 ára börnum? Hvers vegna ættu framhaldsskólakennarar ekki að vera fullfærir um að kenna unglingum í grunnskóla? Það eru nákvæmlega engin fagleg rök gegn slíkum sveigjanleika milli skólastiga. Engin! Reyndar mætti færa fyrir því lagaleg rök að kennarar sem uppfylla skilyrði laganna fyrir leyfisbréfi til kennslu þvert á skólastig geti sótt rétt sinn um slíkt fyrir dómstólum þegar þeim er neitað um tilheyrandi leyfisbréf. Stjórn Félags framhaldsskólakennara hefur hvatt mennta- og menningarmálaráðherra til þess að fullgilda ákvæði laganna frá 2008, enda löngu komin tími til. Hagsmunir nemenda felast í því að góðir og vel menntaðir kennarar kenni þeim á öllum skólastigum. Hagsmunir nemenda eru best tryggðir með því að lágmarka starfsmannaveltu á öllum skólastigum. Hagsmunum nemenda er best borgið ef við tryggjum þeim úrvals kennara á öllum skólastigum, vel menntaða og áhugasama kennara. Hluti af því er að útfæra leyfisbréf kennara á öllum skólastigum í anda gildandi menntalaga.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú eru 10 ár síðan að lög um menntun og ráðningu kennara allra skólastiga (87/2008) tóku gildi. Í 21. grein laganna er beinlínis gert ráð fyrir að útgefin leyfisbréf til kennslu verði sveigjanleg á milli skólastiga. Þannig segir í lögunum að leikskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í yngstu bekkjum grunnskólans og framhaldsskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í unglingadeildum. Grunnskólakennarar eiga svo að fá heimild til kennslu elstu nemendum leikskólans og grunnáfanga framhaldsskólanna. Svona eru lögin. Þrátt fyrir það er útgáfa leyfisbréfa óbreytt frá því fyrir gildistöku menntalaganna 2008 og veita þau ekkert svigrúm til kennslu þvert á skólastig. Það er ekki boðlegt því lög ber að virða. Kennaraskortur blasir við í grunnskólum landsins. Á sama tíma hefur nám í framhaldsskólum verið stytt og stöðugildum kennara í framhaldsskólum landsins hefur fækkað. Reyndir og vel menntaðir framhaldsskólakennarar hafa því einhverjir misst vinnuna síðustu misseri vegna samdráttar í kennslu á framhaldsskólastigi. Þessir kennarar vilja gjarnan ráða sig til grunnskólanna enda hafa þeir valið sér kennslu að ævistarfi og í flestum tilfellum er um að ræða vel menntaða og reynda kennara. Vandinn er sá að þeir framhaldsskólakennarar sem ekki hafa sérstakt leyfisbréf til kennslu í grunnskólum eru í dag ráðnir tímabundið og þeim eru boðin leiðbeinendalaun. Farsæll framhaldsskólakennari sem kenndi fyrsta árs nemendum í framhaldsskóla er allt í einu ekki fullhæfur til að kenna litlu yngri nemendum í efstu bekkjum grunnskólans miðað við núverandi útgáfu leyfisbréfanna. Menntalögin frá 2008 gerðu ekki ráð fyrir að einhver sérstök lína yrði dregin í sandinn þvert á skólastig. Nemendur umturnast ekki við það eitt að færast upp um skólastig á skólagöngu sinni frá leikskóla í gegnum framhaldsskóla. Það er því ekkert óeðlilegt við það að kennarar geti kennt á fleiri en einu skólastigi. Hvers vegna ætti leikskólakennari sem hefur kennt 5 – 6 ára börnum í áraraðir ekki að geta kennt 7 til 8 ára börnum? Hvers vegna ættu framhaldsskólakennarar ekki að vera fullfærir um að kenna unglingum í grunnskóla? Það eru nákvæmlega engin fagleg rök gegn slíkum sveigjanleika milli skólastiga. Engin! Reyndar mætti færa fyrir því lagaleg rök að kennarar sem uppfylla skilyrði laganna fyrir leyfisbréfi til kennslu þvert á skólastig geti sótt rétt sinn um slíkt fyrir dómstólum þegar þeim er neitað um tilheyrandi leyfisbréf. Stjórn Félags framhaldsskólakennara hefur hvatt mennta- og menningarmálaráðherra til þess að fullgilda ákvæði laganna frá 2008, enda löngu komin tími til. Hagsmunir nemenda felast í því að góðir og vel menntaðir kennarar kenni þeim á öllum skólastigum. Hagsmunir nemenda eru best tryggðir með því að lágmarka starfsmannaveltu á öllum skólastigum. Hagsmunum nemenda er best borgið ef við tryggjum þeim úrvals kennara á öllum skólastigum, vel menntaða og áhugasama kennara. Hluti af því er að útfæra leyfisbréf kennara á öllum skólastigum í anda gildandi menntalaga.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar