Á þessum tíma fara fram hvorki fleiri né færri en 64 leikir og ljóst að knattspyrnuáhugafólk mun verja miklum tíma fyrir framan sjónvarpið næsta mánuðinn.
Þetta vita helstu stórfyrirtæki heims og framleiða mörg þeirra metnaðarfullar auglýsingar í aðdraganda HM.
Skyndibitarisinn McDonalds hefur birt sitt framlag en þar eru Íslendingar í aðalhlutverki og að sjálfsögðu kemur Víkingaklappið við sögu. Sjón er sögu ríkari en auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan.