Ítarlegri sáttmáli en gerður var eftir kosningarnar árið 2014 TG skrifar 14. júní 2018 06:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri smellti mynd af Líf Magneudóttur, fráfarandi forseta borgarstjórnar, og Dóru Björt Guðjónsdóttur, verðandi forseta borgarstjórnar, þegar nýi meirihlutinn var kynntur Fréttablaðið/Anton Brink Samstarfssáttmáli Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG sem undirritaðar var við Breiðholtslaug á þriðjudaginn er mun lengri og ítarlegri en sá sem meirihlutinn sem tók við 2014 gerði með sér. Umhverfismál, jafnréttismál, lýðræði, þjónusta borgarinnar, húsnæðismál og Borgarlína verða meginatriði hjá nýjum meirihluta. Fulltrúar minnihlutans telja sáttmálann óskýran og loðinn. Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar, segist mjög sáttur við þær auknu áherslur á atvinnumálin sem birtast í þessum sáttmála. „Sérstakur kafli er um atvinnumál, við lögðum áherslu á lækkun fasteignaskatts fyrir kosningar, sem nú verður að veruleika á kjörtímabilinu. Við viljum gera borgina samkeppnishæfari.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir að þegar fjórir flokkar koma saman séu allir með sínar áherslur og enginn fái allt. Vinstri græn lögðu mikla áherslu á velferðarmálin, menntaog umhverfismálin sem nú verði gert hærra undir höfði en áður.Sjá einnig: Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta „Ég er gríðarlega sátt við að áherslur Vinstri grænna um að hækka laun kvennastétta, eyða sárri fátækt og móta kjarastefnu náðu fram að ganga. Þá erum við líka að létta fjárhagslegar byrðar á fjölskyldum barna.“ Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir sáttamálann vera um óbreytt ástand og boðar öflugt aðhald í minnihluta. „Ég er búinn að renna í gegnum samninginn. Þar er ekki mikið af skýrum markmiðum, þetta er frekar loðið og virðist eiga að gerast á næsta kjörtímabili frekar en þessu. Það er ýmislegt sem á að taka gildi annaðhvort í lok kjörtímabils eða samhliða einhverju sem ekki er í hendi.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, telur samninginn mikil vonbrigði og finnst þetta ekki einu sinni vera brauðmolar til hinna verst settu. „Við sjáum að það er ekkert í þessum sáttmála í líkingu við það sem kosningabaráttan snerist um, 500 félagslegar íbúðir eru allt of lítið þegar nánast helmingi fleiri eru á biðlista. Það er allt of mikið talað um að stefna að einhverju, allt of fá atriði sem hægt er að leggja almennilega mat á.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Vonast eftir góðu samstarfi við minnihlutann í Reykjavík Mikil bjartsýni er meðal stjórnarliða meirihlutans í borginni fyrir komandi kjörtímabil. Segja mikinn samhljóm milli flokkanna. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, húsnæðismál, borgarlínu og skipulags- og samgöngumál. 13. júní 2018 06:00 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Samstarfssáttmáli Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG sem undirritaðar var við Breiðholtslaug á þriðjudaginn er mun lengri og ítarlegri en sá sem meirihlutinn sem tók við 2014 gerði með sér. Umhverfismál, jafnréttismál, lýðræði, þjónusta borgarinnar, húsnæðismál og Borgarlína verða meginatriði hjá nýjum meirihluta. Fulltrúar minnihlutans telja sáttmálann óskýran og loðinn. Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar, segist mjög sáttur við þær auknu áherslur á atvinnumálin sem birtast í þessum sáttmála. „Sérstakur kafli er um atvinnumál, við lögðum áherslu á lækkun fasteignaskatts fyrir kosningar, sem nú verður að veruleika á kjörtímabilinu. Við viljum gera borgina samkeppnishæfari.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir að þegar fjórir flokkar koma saman séu allir með sínar áherslur og enginn fái allt. Vinstri græn lögðu mikla áherslu á velferðarmálin, menntaog umhverfismálin sem nú verði gert hærra undir höfði en áður.Sjá einnig: Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta „Ég er gríðarlega sátt við að áherslur Vinstri grænna um að hækka laun kvennastétta, eyða sárri fátækt og móta kjarastefnu náðu fram að ganga. Þá erum við líka að létta fjárhagslegar byrðar á fjölskyldum barna.“ Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir sáttamálann vera um óbreytt ástand og boðar öflugt aðhald í minnihluta. „Ég er búinn að renna í gegnum samninginn. Þar er ekki mikið af skýrum markmiðum, þetta er frekar loðið og virðist eiga að gerast á næsta kjörtímabili frekar en þessu. Það er ýmislegt sem á að taka gildi annaðhvort í lok kjörtímabils eða samhliða einhverju sem ekki er í hendi.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, telur samninginn mikil vonbrigði og finnst þetta ekki einu sinni vera brauðmolar til hinna verst settu. „Við sjáum að það er ekkert í þessum sáttmála í líkingu við það sem kosningabaráttan snerist um, 500 félagslegar íbúðir eru allt of lítið þegar nánast helmingi fleiri eru á biðlista. Það er allt of mikið talað um að stefna að einhverju, allt of fá atriði sem hægt er að leggja almennilega mat á.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Vonast eftir góðu samstarfi við minnihlutann í Reykjavík Mikil bjartsýni er meðal stjórnarliða meirihlutans í borginni fyrir komandi kjörtímabil. Segja mikinn samhljóm milli flokkanna. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, húsnæðismál, borgarlínu og skipulags- og samgöngumál. 13. júní 2018 06:00 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Vonast eftir góðu samstarfi við minnihlutann í Reykjavík Mikil bjartsýni er meðal stjórnarliða meirihlutans í borginni fyrir komandi kjörtímabil. Segja mikinn samhljóm milli flokkanna. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, húsnæðismál, borgarlínu og skipulags- og samgöngumál. 13. júní 2018 06:00
Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00