Hin endalausa tillitssemi Hjálmtýr Heiðdal skrifar 14. júní 2018 07:00 Mikli umræða á sér nú stað eftir að hermenn Ísraelshers drápu fjölda vopnlausra Palestínumanna á Gazaströndinni. Venjulegu fólki ofbauð sem fyrr framganga þessa hers sem heimamenn segja vera „siðprúðasta her í heimi“. Ráðamenn Vesturlanda sendu sem fyrr frá sér harmþrungnar yfirlýsingar. Einn þeirra er utanríkisráðherrann okkar sem tvítar um miklar áhyggjur sínar af mannfalli á Gaza og að ofbeldi og valdbeitingu verði að linna. Hann nefnir engin nöfn, ekkert um það hver er ábyrgur. Þetta eru dæmigerð viðbrögð þeirra sem hvorki þora né vilja styggja þá sem fyrirskipa morðin og eru valdir að því ógnarástandi sem ríkir á Gaza. Það eru mörg ríki og margir ráðamenn sem beita ofbeldi gegn eigin þegnum og öðru fólki sem þeir vilja svipta frelsi og jafnvel útrýma. Við getum nefnt Tyrklandsforseta, forseta Rússlands, Duterte á Filipseyjum o.fl. af sama sauðahúsi. Í mörgum ríkjum araba ríkja einræðisherrar sem kúga þegna sína grimmilega. Fáir mæla þeim bót og þeim er ekki dillað opinberlega a.m.k. Ísrael, sem brýtur daglega gegn samþykktum SÞ, stundar hernám og landarán auk morða á vopnlausu fólki, siglir samt lygnan sjó í alþjóðastjórnmálum. Það eru engin viðurlög, engar refsiaðgerðir, bara aukin viðskipti og sigur í söngvakeppni. „Það verður að taka tillit“ Hver á eftir öðrum gala vestrænir ráðamenn að „Ísrael verður að hafa rétt til að verja sig“. Bjarni Benediktsson sagði í janúar 2009, „að taka verði tillit til þarfa Ísraelsmanna til að verja ísraelska borgara“. Það eru þessar „þarfir“ Ísraels sem þarf að ræða aðeins betur. Ekkert ríki fær jafn stórfelldan stuðning frá ríkjum Vesturlanda og Ísrael. Ekkert ríki býr við þá friðhelgi sem Bandaríkin veitir því til að stunda sín voðaverk. Efnalegum og pólitískum þörfum er greinilega fullnægt. Hvaða þarfir aðrar þarf að uppfylla? Þörfina til að ræna meiru af landi Palestínumanna? Þörfinni til að drepa fleiri sem sýna andstöðu gegn ofbeldi Ísraelshers? Þörfinni til að svipta Palestínumenn síðustu mannréttindunum – að fá að draga andann? Hvað veldur þessari endalausu tillitssemi? Sannleikurinn er sá að ráðandi hópar Vesturlanda eru hliðhollir Ísrael og „taka tillit til þarfa þeirra“ sama hvaða voðaverk þeir vinna. Þeir styðja þá stefnu sem er grundvöllur ólgunnar og morðanna. Þeir styðja síonismann. Trump styður síonista eins og öllum er ljóst og sl. nóvember sat Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kvöldverðarboð með Netanyahu til að minnast þess að eitt hundrað ár eru frá því að breska heimsveldið ákvað að koma á fót evrópskri nýlendu í Palestínu. Þetta er kjarni málsins. Ísrael er afurð vestrænnar nýlendustefnu. Afleiðingum af glæpum Vesturlanda gegn gyðingum og samviskubiti ráðamanna var varpað yfir á Palestínumenn. Sem áttu engan hlut að máli. Vesturlönd gangast ekki við ábyrgð sinni á glæpnum gegn Palestínumönnum. Þess vegna vilja þeir ekki refsa Ísrael, sama hvað á gengur. Svo mun verða áfram. Stjórnvöld vilja ekki beita refsiaðgerðum, jafnvel þótt samþykktir SÞ leggja þeim þær skyldur á herðar. Það stendur skýrt að aðildarríkjum SÞ ber að snúast gegn ofbeldi eins og Ísrael ástundar með því að beita ríkið refsiaðgerðum. En ekkert slíkt er á döfinni. Það er einungis almenningur í þeim löndum þar sem málfrelsi ríkir sem getur breytt ástandinu. Og helsta vopnið sem við höfum er sniðganga, stöðvum samskipti við Ísrael á öllum sviðum. Einangrum landið. Það er það eina sem mun að lokum færa Palestínumönnum það réttlæti sem alþjóðalög tryggja þeim. Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands geri alþjóðlega skyldu sína. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikli umræða á sér nú stað eftir að hermenn Ísraelshers drápu fjölda vopnlausra Palestínumanna á Gazaströndinni. Venjulegu fólki ofbauð sem fyrr framganga þessa hers sem heimamenn segja vera „siðprúðasta her í heimi“. Ráðamenn Vesturlanda sendu sem fyrr frá sér harmþrungnar yfirlýsingar. Einn þeirra er utanríkisráðherrann okkar sem tvítar um miklar áhyggjur sínar af mannfalli á Gaza og að ofbeldi og valdbeitingu verði að linna. Hann nefnir engin nöfn, ekkert um það hver er ábyrgur. Þetta eru dæmigerð viðbrögð þeirra sem hvorki þora né vilja styggja þá sem fyrirskipa morðin og eru valdir að því ógnarástandi sem ríkir á Gaza. Það eru mörg ríki og margir ráðamenn sem beita ofbeldi gegn eigin þegnum og öðru fólki sem þeir vilja svipta frelsi og jafnvel útrýma. Við getum nefnt Tyrklandsforseta, forseta Rússlands, Duterte á Filipseyjum o.fl. af sama sauðahúsi. Í mörgum ríkjum araba ríkja einræðisherrar sem kúga þegna sína grimmilega. Fáir mæla þeim bót og þeim er ekki dillað opinberlega a.m.k. Ísrael, sem brýtur daglega gegn samþykktum SÞ, stundar hernám og landarán auk morða á vopnlausu fólki, siglir samt lygnan sjó í alþjóðastjórnmálum. Það eru engin viðurlög, engar refsiaðgerðir, bara aukin viðskipti og sigur í söngvakeppni. „Það verður að taka tillit“ Hver á eftir öðrum gala vestrænir ráðamenn að „Ísrael verður að hafa rétt til að verja sig“. Bjarni Benediktsson sagði í janúar 2009, „að taka verði tillit til þarfa Ísraelsmanna til að verja ísraelska borgara“. Það eru þessar „þarfir“ Ísraels sem þarf að ræða aðeins betur. Ekkert ríki fær jafn stórfelldan stuðning frá ríkjum Vesturlanda og Ísrael. Ekkert ríki býr við þá friðhelgi sem Bandaríkin veitir því til að stunda sín voðaverk. Efnalegum og pólitískum þörfum er greinilega fullnægt. Hvaða þarfir aðrar þarf að uppfylla? Þörfina til að ræna meiru af landi Palestínumanna? Þörfinni til að drepa fleiri sem sýna andstöðu gegn ofbeldi Ísraelshers? Þörfinni til að svipta Palestínumenn síðustu mannréttindunum – að fá að draga andann? Hvað veldur þessari endalausu tillitssemi? Sannleikurinn er sá að ráðandi hópar Vesturlanda eru hliðhollir Ísrael og „taka tillit til þarfa þeirra“ sama hvaða voðaverk þeir vinna. Þeir styðja þá stefnu sem er grundvöllur ólgunnar og morðanna. Þeir styðja síonismann. Trump styður síonista eins og öllum er ljóst og sl. nóvember sat Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kvöldverðarboð með Netanyahu til að minnast þess að eitt hundrað ár eru frá því að breska heimsveldið ákvað að koma á fót evrópskri nýlendu í Palestínu. Þetta er kjarni málsins. Ísrael er afurð vestrænnar nýlendustefnu. Afleiðingum af glæpum Vesturlanda gegn gyðingum og samviskubiti ráðamanna var varpað yfir á Palestínumenn. Sem áttu engan hlut að máli. Vesturlönd gangast ekki við ábyrgð sinni á glæpnum gegn Palestínumönnum. Þess vegna vilja þeir ekki refsa Ísrael, sama hvað á gengur. Svo mun verða áfram. Stjórnvöld vilja ekki beita refsiaðgerðum, jafnvel þótt samþykktir SÞ leggja þeim þær skyldur á herðar. Það stendur skýrt að aðildarríkjum SÞ ber að snúast gegn ofbeldi eins og Ísrael ástundar með því að beita ríkið refsiaðgerðum. En ekkert slíkt er á döfinni. Það er einungis almenningur í þeim löndum þar sem málfrelsi ríkir sem getur breytt ástandinu. Og helsta vopnið sem við höfum er sniðganga, stöðvum samskipti við Ísrael á öllum sviðum. Einangrum landið. Það er það eina sem mun að lokum færa Palestínumönnum það réttlæti sem alþjóðalög tryggja þeim. Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands geri alþjóðlega skyldu sína. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun