Hin endalausa tillitssemi Hjálmtýr Heiðdal skrifar 14. júní 2018 07:00 Mikli umræða á sér nú stað eftir að hermenn Ísraelshers drápu fjölda vopnlausra Palestínumanna á Gazaströndinni. Venjulegu fólki ofbauð sem fyrr framganga þessa hers sem heimamenn segja vera „siðprúðasta her í heimi“. Ráðamenn Vesturlanda sendu sem fyrr frá sér harmþrungnar yfirlýsingar. Einn þeirra er utanríkisráðherrann okkar sem tvítar um miklar áhyggjur sínar af mannfalli á Gaza og að ofbeldi og valdbeitingu verði að linna. Hann nefnir engin nöfn, ekkert um það hver er ábyrgur. Þetta eru dæmigerð viðbrögð þeirra sem hvorki þora né vilja styggja þá sem fyrirskipa morðin og eru valdir að því ógnarástandi sem ríkir á Gaza. Það eru mörg ríki og margir ráðamenn sem beita ofbeldi gegn eigin þegnum og öðru fólki sem þeir vilja svipta frelsi og jafnvel útrýma. Við getum nefnt Tyrklandsforseta, forseta Rússlands, Duterte á Filipseyjum o.fl. af sama sauðahúsi. Í mörgum ríkjum araba ríkja einræðisherrar sem kúga þegna sína grimmilega. Fáir mæla þeim bót og þeim er ekki dillað opinberlega a.m.k. Ísrael, sem brýtur daglega gegn samþykktum SÞ, stundar hernám og landarán auk morða á vopnlausu fólki, siglir samt lygnan sjó í alþjóðastjórnmálum. Það eru engin viðurlög, engar refsiaðgerðir, bara aukin viðskipti og sigur í söngvakeppni. „Það verður að taka tillit“ Hver á eftir öðrum gala vestrænir ráðamenn að „Ísrael verður að hafa rétt til að verja sig“. Bjarni Benediktsson sagði í janúar 2009, „að taka verði tillit til þarfa Ísraelsmanna til að verja ísraelska borgara“. Það eru þessar „þarfir“ Ísraels sem þarf að ræða aðeins betur. Ekkert ríki fær jafn stórfelldan stuðning frá ríkjum Vesturlanda og Ísrael. Ekkert ríki býr við þá friðhelgi sem Bandaríkin veitir því til að stunda sín voðaverk. Efnalegum og pólitískum þörfum er greinilega fullnægt. Hvaða þarfir aðrar þarf að uppfylla? Þörfina til að ræna meiru af landi Palestínumanna? Þörfinni til að drepa fleiri sem sýna andstöðu gegn ofbeldi Ísraelshers? Þörfinni til að svipta Palestínumenn síðustu mannréttindunum – að fá að draga andann? Hvað veldur þessari endalausu tillitssemi? Sannleikurinn er sá að ráðandi hópar Vesturlanda eru hliðhollir Ísrael og „taka tillit til þarfa þeirra“ sama hvaða voðaverk þeir vinna. Þeir styðja þá stefnu sem er grundvöllur ólgunnar og morðanna. Þeir styðja síonismann. Trump styður síonista eins og öllum er ljóst og sl. nóvember sat Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kvöldverðarboð með Netanyahu til að minnast þess að eitt hundrað ár eru frá því að breska heimsveldið ákvað að koma á fót evrópskri nýlendu í Palestínu. Þetta er kjarni málsins. Ísrael er afurð vestrænnar nýlendustefnu. Afleiðingum af glæpum Vesturlanda gegn gyðingum og samviskubiti ráðamanna var varpað yfir á Palestínumenn. Sem áttu engan hlut að máli. Vesturlönd gangast ekki við ábyrgð sinni á glæpnum gegn Palestínumönnum. Þess vegna vilja þeir ekki refsa Ísrael, sama hvað á gengur. Svo mun verða áfram. Stjórnvöld vilja ekki beita refsiaðgerðum, jafnvel þótt samþykktir SÞ leggja þeim þær skyldur á herðar. Það stendur skýrt að aðildarríkjum SÞ ber að snúast gegn ofbeldi eins og Ísrael ástundar með því að beita ríkið refsiaðgerðum. En ekkert slíkt er á döfinni. Það er einungis almenningur í þeim löndum þar sem málfrelsi ríkir sem getur breytt ástandinu. Og helsta vopnið sem við höfum er sniðganga, stöðvum samskipti við Ísrael á öllum sviðum. Einangrum landið. Það er það eina sem mun að lokum færa Palestínumönnum það réttlæti sem alþjóðalög tryggja þeim. Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands geri alþjóðlega skyldu sína. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mikli umræða á sér nú stað eftir að hermenn Ísraelshers drápu fjölda vopnlausra Palestínumanna á Gazaströndinni. Venjulegu fólki ofbauð sem fyrr framganga þessa hers sem heimamenn segja vera „siðprúðasta her í heimi“. Ráðamenn Vesturlanda sendu sem fyrr frá sér harmþrungnar yfirlýsingar. Einn þeirra er utanríkisráðherrann okkar sem tvítar um miklar áhyggjur sínar af mannfalli á Gaza og að ofbeldi og valdbeitingu verði að linna. Hann nefnir engin nöfn, ekkert um það hver er ábyrgur. Þetta eru dæmigerð viðbrögð þeirra sem hvorki þora né vilja styggja þá sem fyrirskipa morðin og eru valdir að því ógnarástandi sem ríkir á Gaza. Það eru mörg ríki og margir ráðamenn sem beita ofbeldi gegn eigin þegnum og öðru fólki sem þeir vilja svipta frelsi og jafnvel útrýma. Við getum nefnt Tyrklandsforseta, forseta Rússlands, Duterte á Filipseyjum o.fl. af sama sauðahúsi. Í mörgum ríkjum araba ríkja einræðisherrar sem kúga þegna sína grimmilega. Fáir mæla þeim bót og þeim er ekki dillað opinberlega a.m.k. Ísrael, sem brýtur daglega gegn samþykktum SÞ, stundar hernám og landarán auk morða á vopnlausu fólki, siglir samt lygnan sjó í alþjóðastjórnmálum. Það eru engin viðurlög, engar refsiaðgerðir, bara aukin viðskipti og sigur í söngvakeppni. „Það verður að taka tillit“ Hver á eftir öðrum gala vestrænir ráðamenn að „Ísrael verður að hafa rétt til að verja sig“. Bjarni Benediktsson sagði í janúar 2009, „að taka verði tillit til þarfa Ísraelsmanna til að verja ísraelska borgara“. Það eru þessar „þarfir“ Ísraels sem þarf að ræða aðeins betur. Ekkert ríki fær jafn stórfelldan stuðning frá ríkjum Vesturlanda og Ísrael. Ekkert ríki býr við þá friðhelgi sem Bandaríkin veitir því til að stunda sín voðaverk. Efnalegum og pólitískum þörfum er greinilega fullnægt. Hvaða þarfir aðrar þarf að uppfylla? Þörfina til að ræna meiru af landi Palestínumanna? Þörfinni til að drepa fleiri sem sýna andstöðu gegn ofbeldi Ísraelshers? Þörfinni til að svipta Palestínumenn síðustu mannréttindunum – að fá að draga andann? Hvað veldur þessari endalausu tillitssemi? Sannleikurinn er sá að ráðandi hópar Vesturlanda eru hliðhollir Ísrael og „taka tillit til þarfa þeirra“ sama hvaða voðaverk þeir vinna. Þeir styðja þá stefnu sem er grundvöllur ólgunnar og morðanna. Þeir styðja síonismann. Trump styður síonista eins og öllum er ljóst og sl. nóvember sat Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kvöldverðarboð með Netanyahu til að minnast þess að eitt hundrað ár eru frá því að breska heimsveldið ákvað að koma á fót evrópskri nýlendu í Palestínu. Þetta er kjarni málsins. Ísrael er afurð vestrænnar nýlendustefnu. Afleiðingum af glæpum Vesturlanda gegn gyðingum og samviskubiti ráðamanna var varpað yfir á Palestínumenn. Sem áttu engan hlut að máli. Vesturlönd gangast ekki við ábyrgð sinni á glæpnum gegn Palestínumönnum. Þess vegna vilja þeir ekki refsa Ísrael, sama hvað á gengur. Svo mun verða áfram. Stjórnvöld vilja ekki beita refsiaðgerðum, jafnvel þótt samþykktir SÞ leggja þeim þær skyldur á herðar. Það stendur skýrt að aðildarríkjum SÞ ber að snúast gegn ofbeldi eins og Ísrael ástundar með því að beita ríkið refsiaðgerðum. En ekkert slíkt er á döfinni. Það er einungis almenningur í þeim löndum þar sem málfrelsi ríkir sem getur breytt ástandinu. Og helsta vopnið sem við höfum er sniðganga, stöðvum samskipti við Ísrael á öllum sviðum. Einangrum landið. Það er það eina sem mun að lokum færa Palestínumönnum það réttlæti sem alþjóðalög tryggja þeim. Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands geri alþjóðlega skyldu sína. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun