Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ákvað að gefa leikmönnum sínum frí frá æfingum í dag eftir stífar æfingar dagana þrjá á undan. Leikmenn hafa hrósað æfingasvæðinu mikið og þar stendur upp úr grasvöllurinn sem þeir segja frábæran.
Hitinn er mikill hér í Kabardinka, nálægt 30 stigum á hverjum degi og steikjandi sól. Aðstæður sem fæstir leikmenn Íslands eiga að venjast. Þeir nýttu frídaginn og fóru margir hverjir í hjólatúr.
Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar og sérfræðingur í að finna sér eitthvað að gera í frítíma, fór fyrir einum hópnum sem varð á vegi ljósmyndara Vísis. Þar voru nafnarnir Birkir Már Sævarsson og Bjarnason, Hannes Þór Halldórsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Hörður Björgvin Magnússon. Rándýr sextett.
Strákarnir æfa næst í fyrramálið áður en farið verður upp í flugvél og flogið á vit fyrsta leiksins í höfuðborginni Moskvu. Þar bíður sama bongóblíðan þótt hitinn í augnablikinu sé nær 20 stigum en 30. Þar mæta Íslendingar tvöföldum heimsmeisturum Argentínu á laugardaginn, í leik sem fyrir fram er talinn einn sá mest spennandi í mótinu.
Að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá Kabardink, bækistöð íslenska landsliðsins við Svartahaf. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók myndirnar.
Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr
Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn