Þingið ákvað að 23. heimsmeistarakeppnin fari fram í þremur löndum en hnossið hlaut sameiginleg umsókn frá Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada. Marokkó tapaði þar með í fimmta sinn í baráttu sinni fyrir að fá að halda HM.
See you there! #fyririslandhttps://t.co/poCdhxNan2
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 13, 2018
„Umsóknin fékk mjög góða umsögn frá FIFA og keppnin hefur, að áliti KSÍ, alla burði til þess að verða árangursrík á öllum þeim mælikvörðum sem stuðst var við í umsóknarferlinu,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ.
Congratulations! https://t.co/ReW2QHGcDR
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 13, 2018
Umsókn Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada fékk hinsvegar 134 atkævði gegn aðeins 65 atkvæðum og vann því yfirburðarsigur. Knattspyrnusamband Íslands var þar með í sigurliðinu á þingi FIFA.
68. þing FIFA - Kosið um HM 2026 https://t.co/4xvAbpCIDp
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 13, 2018
FIFA þing að hefjast. Stór ákvörðun bíður þingsins með HM 2026. Spenna í loftinu en létt yfir okkur samt#fotboltinet#fyririsland pic.twitter.com/y36g8J6XiL
— Guðni Bergsson (@gudnibergs) June 13, 2018