Spánverjar ráku þjálfara sinn aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2018 10:14 Julen Lopetegui. Vísir/EPA Formaður spænska knattspyrnusambandsins tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að sambandið hafi rekið landsliðsþjálfarann Julen Lopetegui aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Leikmenn spænska fótboltalandsliðsins reyndu að koma þjálfara sínum til bjargar í dag þegar fréttist af því að formaður spænska knattspyrnusambandsins væri að fara að reka hann. Það tókst ekki. Luis Rubiales, formaður spænska sambandins, var mjög reiður yfir þeirri ákvörðun Julen Lopetegui að tilkynna það rétt fyrir HM að hann væri að fara að taka við stórliði Real Madrid eftir heimsmeistaramótið. Rubiales vissi af viðræðum Lopetegui og Real Madrid en þótti tímasetning tilkynningarinnar algjörlega út í hött nú þegar spænska landsliðið er aðeins nokkrum dögum frá því að fara spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti þar sem Spánverjar eiga góða möguleika á því að verða heimsmeistarar. Rubiales frétti það aðeins nokkrum mínútum fyrir fréttatilkynninguna frá Real Madrid að Julen Lopetegui ætlaði að gera það opinbert að hann væri að fara að taka við liði Real Madrid eftir HM. „Þú gerir ekki svona tveimur eða þremur dögum fyrir HM“ sagði Luis Rubiales. Luis Rubiales hitti blaðamenn og greindi frá ákvörðun sinni um leið og hann þakkaði Julen Lopetegui fyrir sín störf. „Hann er ein af ástæðunum fyrir að við erum hér í Rússlandi en við erum tilneyddir að segja honum upp,“ sagði Rubiales. „Við verðum að senda skýr skilaboð til allra starfsmanna spænska knattspyrnusambandsins að svona vinnubrögð ganga ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna en enn mikilvægara að stunda rétt vinnubrögð,“ sagði Rubiales.Luis Rubiales: "Nos hemos visto obligados a prescindir del seleccionador nacional" https://t.co/7YEGJwxUOWpic.twitter.com/FUbfezUeuh — MARCA (@marca) June 13, 2018 Marca hafði heimildir fyrir því að leikmenn hafi mótmælt í herbúðum spænska liðsins þegar fréttist af ákvörðun formannsins. Leikmönnum spænska liðsins, með Sergio Ramos í fararbroddi, tókst hinsvegar ekki að sannfæra Luis Rubiales formann um að reka ekki þjálfarann og leyfa Julen Lopetegui að stýra liðinu í komandi heimsmeistarakeppni. „Það eru allir særðir í þessari stöðu. Ég hef útskýrt mína hlið fyrir leikmönnum liðsins og þeir skilja hana. Þeir sögðu mér að þeir ætli að gefa allt sitt í leikina,“ sagði Luis Rubiales. En hvað með næsta þjálfara? „Við vitum ekki enn hver tekur við liðinu. Það eina sem ég get sagt um það er að við ætlum að reyna að breyta eins litlu og mögulegt er,“ sagði Rubiales. „Ég bið alla um stuðning af því að við erum að tala um spænska landsliðið. Við þurfum að standa saman,“ sagði Rubiales. Fyrsti leikur spænska landsliðsins er á móti Portúgal strax á föstudaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Formaður spænska knattspyrnusambandsins tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að sambandið hafi rekið landsliðsþjálfarann Julen Lopetegui aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Leikmenn spænska fótboltalandsliðsins reyndu að koma þjálfara sínum til bjargar í dag þegar fréttist af því að formaður spænska knattspyrnusambandsins væri að fara að reka hann. Það tókst ekki. Luis Rubiales, formaður spænska sambandins, var mjög reiður yfir þeirri ákvörðun Julen Lopetegui að tilkynna það rétt fyrir HM að hann væri að fara að taka við stórliði Real Madrid eftir heimsmeistaramótið. Rubiales vissi af viðræðum Lopetegui og Real Madrid en þótti tímasetning tilkynningarinnar algjörlega út í hött nú þegar spænska landsliðið er aðeins nokkrum dögum frá því að fara spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti þar sem Spánverjar eiga góða möguleika á því að verða heimsmeistarar. Rubiales frétti það aðeins nokkrum mínútum fyrir fréttatilkynninguna frá Real Madrid að Julen Lopetegui ætlaði að gera það opinbert að hann væri að fara að taka við liði Real Madrid eftir HM. „Þú gerir ekki svona tveimur eða þremur dögum fyrir HM“ sagði Luis Rubiales. Luis Rubiales hitti blaðamenn og greindi frá ákvörðun sinni um leið og hann þakkaði Julen Lopetegui fyrir sín störf. „Hann er ein af ástæðunum fyrir að við erum hér í Rússlandi en við erum tilneyddir að segja honum upp,“ sagði Rubiales. „Við verðum að senda skýr skilaboð til allra starfsmanna spænska knattspyrnusambandsins að svona vinnubrögð ganga ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna en enn mikilvægara að stunda rétt vinnubrögð,“ sagði Rubiales.Luis Rubiales: "Nos hemos visto obligados a prescindir del seleccionador nacional" https://t.co/7YEGJwxUOWpic.twitter.com/FUbfezUeuh — MARCA (@marca) June 13, 2018 Marca hafði heimildir fyrir því að leikmenn hafi mótmælt í herbúðum spænska liðsins þegar fréttist af ákvörðun formannsins. Leikmönnum spænska liðsins, með Sergio Ramos í fararbroddi, tókst hinsvegar ekki að sannfæra Luis Rubiales formann um að reka ekki þjálfarann og leyfa Julen Lopetegui að stýra liðinu í komandi heimsmeistarakeppni. „Það eru allir særðir í þessari stöðu. Ég hef útskýrt mína hlið fyrir leikmönnum liðsins og þeir skilja hana. Þeir sögðu mér að þeir ætli að gefa allt sitt í leikina,“ sagði Luis Rubiales. En hvað með næsta þjálfara? „Við vitum ekki enn hver tekur við liðinu. Það eina sem ég get sagt um það er að við ætlum að reyna að breyta eins litlu og mögulegt er,“ sagði Rubiales. „Ég bið alla um stuðning af því að við erum að tala um spænska landsliðið. Við þurfum að standa saman,“ sagði Rubiales. Fyrsti leikur spænska landsliðsins er á móti Portúgal strax á föstudaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira