Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslandshefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%.
Í tilkynningu frá Peningastefnunefnd segir að horfur séu á minnkandi spennu í þjóðarbúskapnum. Eigi að síður sé áfram þörf fyrir peningalegt aðhald í ljósi mikils vaxtar innlendrar eftirspurnar og undirliggjandi spennu á vinnumarkaði.