Enska landsliðið þarf gott HM til að losna loksins undan fjötrum Íslandsleiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2018 13:00 Harry Kane í leiknum á móti Íslandi á EM 2016. Hér tekur Gylfi Þór Sigurðsson vel á honum. Vísir/Getty Við Íslendingar erum ekki búnir að gleyma 2-1 sigri á enska landsliðinu í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016 og ekki Englendingar heldur. Ensku landsliðsmennirnir eru ennþá að ræða áfallið sem enska landsliðið varð fyrir í Nice 27. júní 2016. Harry Kane mun bera fyrirliðband enska landsliðsins á HM í Rússlandi og hann fór að tala um umræddan Íslandsleik í viðtali við BBC eftir að ensku leikmennirnir lentu í Rússlandi. „Við erum afslappaðir og höfum staðið okkur mjög vel hingað til í þessari keppni. Við höfum verið að spila góðan fótbolta og ég veit að við munum fá góðan stuðning hér í Rússlandi,“ sagði Harry Kane í viðtalinu. „Heimsmeistarakeppnin er stærsta keppnin í fótboltanum og hingað dreymir þig að koma sem krakki. Allir vilja komast á stærsta sviðið í fótboltaheiminum,“ sagði Kane. Hann var síðan spurður út í tapið á móti Íslandi á EM 2016.They've arrived. And they're ready!#bbcworldcuppic.twitter.com/IEnkhfOhel — BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2018 „Auðvitað viljum við endurheimta stoltið eftir tapið á móti Íslandi. Íslandsleikurinn voru mikil vonbrigði og allir vita það. Nú er tækifæri til að bæta fyrir hann,“ sagði Kane. „Við berjumst alltaf fyrir okkar þjóð og gerum allt sem við getum til að komast sem lengt. Vonandi stöndum við okkur betur hér á HM en á því móti,“ sagði Kane. Harry Kane tókst ekki að skora á móti Íslandi og hann skoraði heldur ekki á öllu Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Hann þyrstir því í mörk á stórmóti. „Maður vill alltaf bæta sig. Þetta er mitt annað stórmót og ég vil bæta þessa tölfræði. Vonandi get ég byrjað strax á því á mánudaginn,“ sagði Kane. Fyrsti leikur enska landsliðsins er á móti Túnis. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira
Við Íslendingar erum ekki búnir að gleyma 2-1 sigri á enska landsliðinu í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016 og ekki Englendingar heldur. Ensku landsliðsmennirnir eru ennþá að ræða áfallið sem enska landsliðið varð fyrir í Nice 27. júní 2016. Harry Kane mun bera fyrirliðband enska landsliðsins á HM í Rússlandi og hann fór að tala um umræddan Íslandsleik í viðtali við BBC eftir að ensku leikmennirnir lentu í Rússlandi. „Við erum afslappaðir og höfum staðið okkur mjög vel hingað til í þessari keppni. Við höfum verið að spila góðan fótbolta og ég veit að við munum fá góðan stuðning hér í Rússlandi,“ sagði Harry Kane í viðtalinu. „Heimsmeistarakeppnin er stærsta keppnin í fótboltanum og hingað dreymir þig að koma sem krakki. Allir vilja komast á stærsta sviðið í fótboltaheiminum,“ sagði Kane. Hann var síðan spurður út í tapið á móti Íslandi á EM 2016.They've arrived. And they're ready!#bbcworldcuppic.twitter.com/IEnkhfOhel — BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2018 „Auðvitað viljum við endurheimta stoltið eftir tapið á móti Íslandi. Íslandsleikurinn voru mikil vonbrigði og allir vita það. Nú er tækifæri til að bæta fyrir hann,“ sagði Kane. „Við berjumst alltaf fyrir okkar þjóð og gerum allt sem við getum til að komast sem lengt. Vonandi stöndum við okkur betur hér á HM en á því móti,“ sagði Kane. Harry Kane tókst ekki að skora á móti Íslandi og hann skoraði heldur ekki á öllu Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Hann þyrstir því í mörk á stórmóti. „Maður vill alltaf bæta sig. Þetta er mitt annað stórmót og ég vil bæta þessa tölfræði. Vonandi get ég byrjað strax á því á mánudaginn,“ sagði Kane. Fyrsti leikur enska landsliðsins er á móti Túnis.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira