Bílstjóri gleður farþega og skreytir vagninn á tyllidögum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. júní 2018 06:00 Össur Pétur Valdimarsson glaðbeittur í vinnunni. Fréttablaðið/ernir Farþegar og fótboltaunnendur sem ferðast með leið ellefu hjá Strætó eiga á góðu von næstu daga. Vagnstjórinn Össur Pétur Valdimarsson hefur undirbúið ýmiss konar uppátæki fyrir HM. Hann mun skreyta vagninn og sjá til þess að stemningin verði góð í vagninum á meðan á leikjum stendur. „Ég er líklega einn heitasti stuðningsmaður íslenska landsliðsins, ég verð að keyra á laugardaginn þegar liðið etur kappi við Argentínu og hlusta á leikinn í vagninum. Ég vil sýna strákunum stuðning en líka bjóða upp á góða stemningu fyrir farþega,“ segir Össur Pétur sem segist njóta starfsins.Sjá einnig: Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóriHann hefur unnið sem vagnstjóri í fjölda ára og gæti vart hugsað sér að gera annað. „Mér finnst mjög gefandi að gleðja fólk. Ef ég get glatt fólk sem er illa fyrirkallað, fengið það til að brosa, þá finnst mér dagurinn vel heppnaður,“ segir Össur Pétur. „Ég er nú samt bara mannlegur líka. Ef það er eitthvað sem veldur mér hugarangri í vinnunni þá er það vont viðhald á vegum og umferðarteppur. En það leysist allt, það eru allir af vilja gerðir, maður verður að trúa því og passa upp á góða skapið.“ Hann tekur fram að hann geri engan greinarmun á liðum karla og kvenna. „Ég er líka einlægur aðdáandi kvennalandsliðsins og skreyti vagninn eða tek upp á einhverju skemmtilegu þegar þær eiga í stórum viðureignum. Hér í þessum vagni er sko ekki gert upp á milli kynja, ég á sjálfur bæði strák og stelpu og gæti vel að þessu,“ segir Össur Pétur. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út. 2. apríl 2018 11:53 Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóri Össur Pétur Valdimarsson lét næstum alla farþega sína hlaupa apríl. 3. apríl 2018 22:34 Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Farþegar og fótboltaunnendur sem ferðast með leið ellefu hjá Strætó eiga á góðu von næstu daga. Vagnstjórinn Össur Pétur Valdimarsson hefur undirbúið ýmiss konar uppátæki fyrir HM. Hann mun skreyta vagninn og sjá til þess að stemningin verði góð í vagninum á meðan á leikjum stendur. „Ég er líklega einn heitasti stuðningsmaður íslenska landsliðsins, ég verð að keyra á laugardaginn þegar liðið etur kappi við Argentínu og hlusta á leikinn í vagninum. Ég vil sýna strákunum stuðning en líka bjóða upp á góða stemningu fyrir farþega,“ segir Össur Pétur sem segist njóta starfsins.Sjá einnig: Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóriHann hefur unnið sem vagnstjóri í fjölda ára og gæti vart hugsað sér að gera annað. „Mér finnst mjög gefandi að gleðja fólk. Ef ég get glatt fólk sem er illa fyrirkallað, fengið það til að brosa, þá finnst mér dagurinn vel heppnaður,“ segir Össur Pétur. „Ég er nú samt bara mannlegur líka. Ef það er eitthvað sem veldur mér hugarangri í vinnunni þá er það vont viðhald á vegum og umferðarteppur. En það leysist allt, það eru allir af vilja gerðir, maður verður að trúa því og passa upp á góða skapið.“ Hann tekur fram að hann geri engan greinarmun á liðum karla og kvenna. „Ég er líka einlægur aðdáandi kvennalandsliðsins og skreyti vagninn eða tek upp á einhverju skemmtilegu þegar þær eiga í stórum viðureignum. Hér í þessum vagni er sko ekki gert upp á milli kynja, ég á sjálfur bæði strák og stelpu og gæti vel að þessu,“ segir Össur Pétur.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út. 2. apríl 2018 11:53 Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóri Össur Pétur Valdimarsson lét næstum alla farþega sína hlaupa apríl. 3. apríl 2018 22:34 Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út. 2. apríl 2018 11:53
Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóri Össur Pétur Valdimarsson lét næstum alla farþega sína hlaupa apríl. 3. apríl 2018 22:34