Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2018 08:00 „Í myndunum reyni ég að varpa ljósi á það vandasama starf rannsóknarfólks að gefa náttúrunni merkingu,“ segir Þorsteinn Cameron ljósmyndari. Fréttablaðið/Ernir Þegar viðtalið við Þorstein Cameron hefst er myndasmiður Fréttablaðsins nýbúinn að smella af honum mynd svo fyrsta spurning til hans er: Hvernig finnst ljósmyndara að sitja fyrir? „Ha, ha, ég er tiltölulega vanari að vera hinum megin við vélina en á móti kemur að maður veit hvernig þetta á að ganga fyrir sig.“ Myndirnar á sýningunni tók Þorsteinn í fyrrasumar. Hann hefur starfað sem jöklaleiðsögumaður á Sólheimajökli og Svínafellsjökli undanfarin sumur og kveðst hafa tekið margar týpískar myndir af jöklum. Nú hafi hann langað að gera þeim ný skil. „Titillinn á sýningunni, Línur fyrir lönd, vísar í þá tilhneigingu mannsins að kortleggja og túlka náttúruna. Fyrr á tímum voru óhljóð og hreyfingar jökla útskýrðar með hinum ýmsu furðusögum en nú höfum við skipt út hjátrúnni fyrir mælingar og líkön. Í myndunum reyni ég að varpa ljósi á það vandasama starf rannsóknarfólks að gefa náttúrunni merkingu og skapa þekkingu í beinum og óbeinum átökum við landslagið.“ Hann segir sýningargesti almennt hrifna af myndunum og hann geti ekki beðið um meira. „Ég gaf út litla bók í tilefni af sýningunni og kom heim með 20 eintök, þau seldust öll upp þegar ég opnaði, það kom mér skemmtilega á óvart.“ Þorsteinn er búsettur í Melbourne í Ástralíu núna og stundar þar mastersnám við Photography Studies College. „Ég er hálf-ástralskur en hef ekki búið í Ástralíu síðan ég var átta ára, þá flutti ég hingað heim. Föðurfjölskyldan er öll búsett þar úti og ég hef oft farið í heimsóknir til hennar gegnum árin en með því að stoppa bara mánuð í senn gefst lítill tími til að sinna henni og kynnast landinu.“ Í vinnu sinni sem leiðsögumaður kveðst Þorsteinn hafa áttað sig á að þó margt sé vitað um jöklana á Íslandi sé líka margt óljóst. „Ég var forvitinn um hvernig þekkingin á umhverfi okkar verður til, hvaða starfsemi liggur að baki allri þeirri tölfræði sem við lesum í greinum og bókum um það. Ég kynntist fólki sem vinnur fyrir Jöklarannsóknafélag Íslands og ákvað að slást í för með því í tvo leiðangra, á Langjökul og Vatnajökul. Úr spratt þetta ljósmyndaverkefni sem opnar glugga inn í þann heim. Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna en á jöklum myndar tæknin þá brú sem gerir okkur fært að skilja náttúruna og umhverfið. Það er sú saga sem ég er að reyna að segja á sýningunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Sjá meira
Þegar viðtalið við Þorstein Cameron hefst er myndasmiður Fréttablaðsins nýbúinn að smella af honum mynd svo fyrsta spurning til hans er: Hvernig finnst ljósmyndara að sitja fyrir? „Ha, ha, ég er tiltölulega vanari að vera hinum megin við vélina en á móti kemur að maður veit hvernig þetta á að ganga fyrir sig.“ Myndirnar á sýningunni tók Þorsteinn í fyrrasumar. Hann hefur starfað sem jöklaleiðsögumaður á Sólheimajökli og Svínafellsjökli undanfarin sumur og kveðst hafa tekið margar týpískar myndir af jöklum. Nú hafi hann langað að gera þeim ný skil. „Titillinn á sýningunni, Línur fyrir lönd, vísar í þá tilhneigingu mannsins að kortleggja og túlka náttúruna. Fyrr á tímum voru óhljóð og hreyfingar jökla útskýrðar með hinum ýmsu furðusögum en nú höfum við skipt út hjátrúnni fyrir mælingar og líkön. Í myndunum reyni ég að varpa ljósi á það vandasama starf rannsóknarfólks að gefa náttúrunni merkingu og skapa þekkingu í beinum og óbeinum átökum við landslagið.“ Hann segir sýningargesti almennt hrifna af myndunum og hann geti ekki beðið um meira. „Ég gaf út litla bók í tilefni af sýningunni og kom heim með 20 eintök, þau seldust öll upp þegar ég opnaði, það kom mér skemmtilega á óvart.“ Þorsteinn er búsettur í Melbourne í Ástralíu núna og stundar þar mastersnám við Photography Studies College. „Ég er hálf-ástralskur en hef ekki búið í Ástralíu síðan ég var átta ára, þá flutti ég hingað heim. Föðurfjölskyldan er öll búsett þar úti og ég hef oft farið í heimsóknir til hennar gegnum árin en með því að stoppa bara mánuð í senn gefst lítill tími til að sinna henni og kynnast landinu.“ Í vinnu sinni sem leiðsögumaður kveðst Þorsteinn hafa áttað sig á að þó margt sé vitað um jöklana á Íslandi sé líka margt óljóst. „Ég var forvitinn um hvernig þekkingin á umhverfi okkar verður til, hvaða starfsemi liggur að baki allri þeirri tölfræði sem við lesum í greinum og bókum um það. Ég kynntist fólki sem vinnur fyrir Jöklarannsóknafélag Íslands og ákvað að slást í för með því í tvo leiðangra, á Langjökul og Vatnajökul. Úr spratt þetta ljósmyndaverkefni sem opnar glugga inn í þann heim. Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna en á jöklum myndar tæknin þá brú sem gerir okkur fært að skilja náttúruna og umhverfið. Það er sú saga sem ég er að reyna að segja á sýningunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Sjá meira