Fljúga drónum í þágu vísinda og atvinnulífs Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2018 20:45 Tryggvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Svarma ehf. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fljúgandi drónar eru að sanna sig sem ákjósanlegt vinnutæki við margs kyns rannsóknar-, eftirlits- og vísindastörf hér á landi. Þannig tók það dróna aðeins tíu mínútur að safna vísindagögnum um jarðhitasvæði við Krýsuvík sem tekið hefði gangandi mann fleiri klukkustundir. Fjallað var um dróna í fréttum Stöðvar 2. Þeir Daniel Ben-Yehoshua og Tryggvi Stefánsson frá fyrirtækinu Svarma á Keldnaholti eru að senda flygildi á loft, sem ætlað er til myndatöku úr lofti. Flygildið nota þeir þegar komast þarf langar vegalengdir yfir víðfemt svæði en þyrildin þegar taka þarf nákvæmari myndir á minni hraða.Dróna sem líta út eins og flugvél kjósa þeir hjá Svarma að nefna flygildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Svarma eru drónar aðalatvinnutækið en sex starfsmenn þess sérhæfa sig í fjarkönnun með drónum. Dæmi um útkomuna eru þrívíðar myndir af Mógilshöfða á Fjallabaki en þar var verið að rannsaka stóra sprungu sem stutt virðist í að bresti fram með miklu berghlaupi. „Við erum sem sagt að búa til landlíkön, hæðarlíkön, þrívíddargögn af landi. Við erum líka að gera hitakort, gróðurfarskort, og erum að gera allskyns úrvinnslu á þessum gögnum líka um leið,“ segir Tryggvi Stefánsson, sem er framkvæmdastjóri Svarma. Jóhann Mar Ólafsson, nemi í orkuverkfræði við Háskólann í Reykjavík, nýtti dróna við meistaraprófsrannsókn á jarðhitasvæði sunnan Kleifarvatns.Jóhann Mar Ólafsson, meistaranemi við Háskólann í Reykjavík.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þú ert kannski nokkra klukkutíma að labba um og skrá svona svæði meðan við flugum þetta á tíu mínútum, og fengum 268 ljósmyndir, sem við bjuggum síðan til úr kort,“ segir Jóhann Mar. Dróninn flaug sjálfstýrður yfir rannsóknarsvæðið og bar tvær myndavélar, venjulega og hitamyndavél, og kom glöggt fram hvar jarðhitinn er. „Og bjuggum til fyrsta hitakort, að við höldum, af jarðhitasvæði á Íslandi,“ segir Jóhann.Dróna með þyrluspöðum vilja þeir hjá Svarma nefna þyrildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við höfum séð í fréttum og þáttum á Stöð 2 hvernig drónar eru að veita okkur nýja sýn á landið og svo vill til að starfsmenn Svarma eru einmitt þessa dagana á Skeiðarársandi að mynda útbreiðslu birkis á sandinum. En það er víðar en við náttúrufarsrannsóknir sem drónar koma sér vel. Í atvinnulífinu hafa verkfræðifræðistofur og orkufyrirtæki meðal annarra uppgötvað notagildið. „Maður er svona rétt að sjá toppinn af ísjakanum í hvað hægt er að nota þetta annað en kvikmyndatöku. Það er til dæmis mikið verið að sinna eftirliti með mannvirkjum, hitaveitulögnum, gufulögnum, háspennulínum og fleira,“ segir Tryggvi hjá Svarma. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Bóndi í Bárðardal er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. 14. nóvember 2017 21:15 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna þátttöku dróna sveitarinnar í björgun. 28. apríl 2018 12:30 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Fljúgandi drónar eru að sanna sig sem ákjósanlegt vinnutæki við margs kyns rannsóknar-, eftirlits- og vísindastörf hér á landi. Þannig tók það dróna aðeins tíu mínútur að safna vísindagögnum um jarðhitasvæði við Krýsuvík sem tekið hefði gangandi mann fleiri klukkustundir. Fjallað var um dróna í fréttum Stöðvar 2. Þeir Daniel Ben-Yehoshua og Tryggvi Stefánsson frá fyrirtækinu Svarma á Keldnaholti eru að senda flygildi á loft, sem ætlað er til myndatöku úr lofti. Flygildið nota þeir þegar komast þarf langar vegalengdir yfir víðfemt svæði en þyrildin þegar taka þarf nákvæmari myndir á minni hraða.Dróna sem líta út eins og flugvél kjósa þeir hjá Svarma að nefna flygildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Svarma eru drónar aðalatvinnutækið en sex starfsmenn þess sérhæfa sig í fjarkönnun með drónum. Dæmi um útkomuna eru þrívíðar myndir af Mógilshöfða á Fjallabaki en þar var verið að rannsaka stóra sprungu sem stutt virðist í að bresti fram með miklu berghlaupi. „Við erum sem sagt að búa til landlíkön, hæðarlíkön, þrívíddargögn af landi. Við erum líka að gera hitakort, gróðurfarskort, og erum að gera allskyns úrvinnslu á þessum gögnum líka um leið,“ segir Tryggvi Stefánsson, sem er framkvæmdastjóri Svarma. Jóhann Mar Ólafsson, nemi í orkuverkfræði við Háskólann í Reykjavík, nýtti dróna við meistaraprófsrannsókn á jarðhitasvæði sunnan Kleifarvatns.Jóhann Mar Ólafsson, meistaranemi við Háskólann í Reykjavík.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þú ert kannski nokkra klukkutíma að labba um og skrá svona svæði meðan við flugum þetta á tíu mínútum, og fengum 268 ljósmyndir, sem við bjuggum síðan til úr kort,“ segir Jóhann Mar. Dróninn flaug sjálfstýrður yfir rannsóknarsvæðið og bar tvær myndavélar, venjulega og hitamyndavél, og kom glöggt fram hvar jarðhitinn er. „Og bjuggum til fyrsta hitakort, að við höldum, af jarðhitasvæði á Íslandi,“ segir Jóhann.Dróna með þyrluspöðum vilja þeir hjá Svarma nefna þyrildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við höfum séð í fréttum og þáttum á Stöð 2 hvernig drónar eru að veita okkur nýja sýn á landið og svo vill til að starfsmenn Svarma eru einmitt þessa dagana á Skeiðarársandi að mynda útbreiðslu birkis á sandinum. En það er víðar en við náttúrufarsrannsóknir sem drónar koma sér vel. Í atvinnulífinu hafa verkfræðifræðistofur og orkufyrirtæki meðal annarra uppgötvað notagildið. „Maður er svona rétt að sjá toppinn af ísjakanum í hvað hægt er að nota þetta annað en kvikmyndatöku. Það er til dæmis mikið verið að sinna eftirliti með mannvirkjum, hitaveitulögnum, gufulögnum, háspennulínum og fleira,“ segir Tryggvi hjá Svarma. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Bóndi í Bárðardal er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. 14. nóvember 2017 21:15 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna þátttöku dróna sveitarinnar í björgun. 28. apríl 2018 12:30 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Bóndi í Bárðardal er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. 14. nóvember 2017 21:15
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00
Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna þátttöku dróna sveitarinnar í björgun. 28. apríl 2018 12:30