Frábærir leikarar sem mættu óundirbúnir til leiks Birgir Olgeirsson skrifar 12. júní 2018 15:50 Benedict Cumberbatch, Hugh Jackman, Marlon Brando og Kit Harrington. Vísir/Getty Hér er að finna nokkuð skemmtilegt myndband þar sem farið er yfir nokkra leikara sem voru alls ekki undirbúin fyrir hlutverk sem þeir höfðu tekið að sér. Er þar til dæmis sagt frá leikaranum Benedict Cumberbatch sem komst að því að hann kunni ekki að bera fram orðið „penguin“ þegar hann var að þulur heimildarmyndar um mörgæsir. Ástæðan fyrir því að Robocop hreyfir sig svo klunnalega í myndum er leikarinn Peter Weller náði ekki að prófa búninginn fyrr en á fyrsta tökudegi.Slappur Wolverine Þá segir leikarinn Hugh Jackman frá því hvað hann skammast sín enn í dag þegar hann horfir á sig leika ofurhetjuna Wolverine í fyrsta skiptið í myndinni X-Men sem kom út árið 2000. Jackman segir að hann hafi alls ekki verið í nógu góðu formi þegar tökur hófust sem varð til þess að leikstjóri myndarinnar ákvað að fresta öllu tökum þar sem Jackman átti að vera ber að ofan. Leikarinn fékk því tími til að vinna í forminu en sagði að það hefði ekki tekist nógu vel. Game of Thrones-leikarinn Kit Harrington viðurkennir að hafa ekki kynnt sér sögu borgarinnar Pompei, sem grófst undir ösku í kjölfar mikils eldgoss úr eldfjallinu Vesúvíusi, áður en hann lék í mynd sem byggði á þessum hamförum. Skoski leikarinn Ewan McGregor átti í stökustu vandræðum með að leika ungan Obi Wan Kenobi í Stjörnustríðsmyndunum því hann gat ekki hamið sig við að gefa frá sér hljóð þegar hann sveiflaði geislasverði.Brando ólesinn og ekki í formi Þá er einnig sögð fræg saga ef leikaranum sáluga Marlon Brando þegar hann mætti algjörlega óundirbúinn á tökustað Apocalypse Now. Leikstjóri myndarinnar, Francis Ford Coppola, hafði beðið Brando um að lesa handritið sem myndin byggði á en Brando mætti á tökustað án þess aðkynnt sér efni myndarinnar. Auk þess átti Brando að leika hermann sem hafði verið í óbyggðum í þó nokkurn tíma og átti holdafarið að gefa það til kynna, það er að karakterinn hans átti að vera frekar grannur. Brando mætti hins vegar alltof þungur á tökustað sem varð til þess að Coppola þurfti að breyta söguþræði myndarinnar og beita nokkrum brellum til að reyna að komast hjá því að sýna hvað Brando var mikill um sig. Þegar James McAvoy var fenginn til að leika prófessor Charles Xavier í X-Men First Class hélt hann að hann þyrfti að raka af sér allt hárið fyrir hlutverkið. Leikarinn tók af skarið en komst að því síðar að um var að ræðan ungan Charles Xavier sem átti að vera með hár. Hann fékk vin sinn til að redda sér hárlengingum og var með hárkollu í nokkrum atriðum. Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira
Hér er að finna nokkuð skemmtilegt myndband þar sem farið er yfir nokkra leikara sem voru alls ekki undirbúin fyrir hlutverk sem þeir höfðu tekið að sér. Er þar til dæmis sagt frá leikaranum Benedict Cumberbatch sem komst að því að hann kunni ekki að bera fram orðið „penguin“ þegar hann var að þulur heimildarmyndar um mörgæsir. Ástæðan fyrir því að Robocop hreyfir sig svo klunnalega í myndum er leikarinn Peter Weller náði ekki að prófa búninginn fyrr en á fyrsta tökudegi.Slappur Wolverine Þá segir leikarinn Hugh Jackman frá því hvað hann skammast sín enn í dag þegar hann horfir á sig leika ofurhetjuna Wolverine í fyrsta skiptið í myndinni X-Men sem kom út árið 2000. Jackman segir að hann hafi alls ekki verið í nógu góðu formi þegar tökur hófust sem varð til þess að leikstjóri myndarinnar ákvað að fresta öllu tökum þar sem Jackman átti að vera ber að ofan. Leikarinn fékk því tími til að vinna í forminu en sagði að það hefði ekki tekist nógu vel. Game of Thrones-leikarinn Kit Harrington viðurkennir að hafa ekki kynnt sér sögu borgarinnar Pompei, sem grófst undir ösku í kjölfar mikils eldgoss úr eldfjallinu Vesúvíusi, áður en hann lék í mynd sem byggði á þessum hamförum. Skoski leikarinn Ewan McGregor átti í stökustu vandræðum með að leika ungan Obi Wan Kenobi í Stjörnustríðsmyndunum því hann gat ekki hamið sig við að gefa frá sér hljóð þegar hann sveiflaði geislasverði.Brando ólesinn og ekki í formi Þá er einnig sögð fræg saga ef leikaranum sáluga Marlon Brando þegar hann mætti algjörlega óundirbúinn á tökustað Apocalypse Now. Leikstjóri myndarinnar, Francis Ford Coppola, hafði beðið Brando um að lesa handritið sem myndin byggði á en Brando mætti á tökustað án þess aðkynnt sér efni myndarinnar. Auk þess átti Brando að leika hermann sem hafði verið í óbyggðum í þó nokkurn tíma og átti holdafarið að gefa það til kynna, það er að karakterinn hans átti að vera frekar grannur. Brando mætti hins vegar alltof þungur á tökustað sem varð til þess að Coppola þurfti að breyta söguþræði myndarinnar og beita nokkrum brellum til að reyna að komast hjá því að sýna hvað Brando var mikill um sig. Þegar James McAvoy var fenginn til að leika prófessor Charles Xavier í X-Men First Class hélt hann að hann þyrfti að raka af sér allt hárið fyrir hlutverkið. Leikarinn tók af skarið en komst að því síðar að um var að ræðan ungan Charles Xavier sem átti að vera með hár. Hann fékk vin sinn til að redda sér hárlengingum og var með hárkollu í nokkrum atriðum.
Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira