Einn leikskóli í hverju hverfi opinn næsta sumar Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. júní 2018 15:12 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í Breiðholtinu í dag þar sem nýr meirihluti í Reykjavík var kynntur. vísir/sigtryggur ari Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. Þannig verður einn leikskóli opinn í hverju hverfi næsta sumar svo júlílokanir leikskóla sem verið hafa undanfarin ár munu ekki koma til þeim leikskólum. Í samtali við fréttastofu eftir að meirihlutinn var kynntur í Breiðholti í morgun sagði Þórdís Lóa að það hefði ekki verið neitt sérstaklega flókið að setja saman málefnasamninginn. „Það var ekkert sérstaklega flókið og það vissum við svolítið áður en við fórum af stað í formlegar meirihlutaviðræður af því að við höfðum tekið landslagið vel áður. Viðreisn var þarna í svolítilli lykilstöðu þannig að við höfðum samtal við í rauninni flesta og nánast alla oddvita. Þannig að við vissum að áður en við fórum af stað að við værum mjög samstíga í mjög stórum málum. Þannig að þetta gekk vel en auðvitað eru fjögur ár langur tími og það er fullt af verkefnum framundan sem við þurfum að taka á. Við urðum að ræða okkur djúpt í málin og það gerðum við,“ sagði Þórdís Lóa.Samhugur og samvinna grunnurinn Hún segir meirihlutann leggja áherslu á að vinna sem eitt lið og einn hópur. „Auðvitað er meirihluti alltaf tæpur ef að það er mikil óánægja þannig að það er samhugur og samvinna sem verður að vera grunnurinn að þessu og það er á þeim grunni sem við byggjum.“ Viðreisn var í ákveðinni lykilstöðu eftir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí síðastliðinn. Spurð út í hvort að flokkurinn hefði beitt sér eitthvað í viðræðunum í því ljós og nýtt sér það sagði Þórdís Lóa. „Auðvitað settum við áherslu á okkar mál eins og allir flokkar. Það er mikilvægt í samningaviðræðum að allir komi vel út, ekki bara einn, þó hann sé í yfirburðastöðu til að byrja með. Þannig að við bara lögðum það svolítið á borðið að við vildum að þetta yrði þéttur og góður hópur með þétt og góð málefni sameiginleg og það gekk bara mjög vel.“ Hún segir að í fyrstu verkefnum nýs meirihluta verði horft til barnafjölskyldna. „Hann kemur til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum, í skólamálunum, við erum með mjög flottar aðgerðir þar. Sem dæmi, þá næsta sumar ætlum við að bjóða upp á það að það verði einn leikskóli opinn í hverju hverfi til að foreldrar og fjölskyldur hafi val. Það kemur til með að finnast í buddum stórra barnafjölskyldna, fyrirtæki fá lækkaðan fasteignaskatt, þetta eru svona þessar aðgerðir sem fólk kemur til með að finna strax fyrir.“ Kosningar 2018 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. Þannig verður einn leikskóli opinn í hverju hverfi næsta sumar svo júlílokanir leikskóla sem verið hafa undanfarin ár munu ekki koma til þeim leikskólum. Í samtali við fréttastofu eftir að meirihlutinn var kynntur í Breiðholti í morgun sagði Þórdís Lóa að það hefði ekki verið neitt sérstaklega flókið að setja saman málefnasamninginn. „Það var ekkert sérstaklega flókið og það vissum við svolítið áður en við fórum af stað í formlegar meirihlutaviðræður af því að við höfðum tekið landslagið vel áður. Viðreisn var þarna í svolítilli lykilstöðu þannig að við höfðum samtal við í rauninni flesta og nánast alla oddvita. Þannig að við vissum að áður en við fórum af stað að við værum mjög samstíga í mjög stórum málum. Þannig að þetta gekk vel en auðvitað eru fjögur ár langur tími og það er fullt af verkefnum framundan sem við þurfum að taka á. Við urðum að ræða okkur djúpt í málin og það gerðum við,“ sagði Þórdís Lóa.Samhugur og samvinna grunnurinn Hún segir meirihlutann leggja áherslu á að vinna sem eitt lið og einn hópur. „Auðvitað er meirihluti alltaf tæpur ef að það er mikil óánægja þannig að það er samhugur og samvinna sem verður að vera grunnurinn að þessu og það er á þeim grunni sem við byggjum.“ Viðreisn var í ákveðinni lykilstöðu eftir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí síðastliðinn. Spurð út í hvort að flokkurinn hefði beitt sér eitthvað í viðræðunum í því ljós og nýtt sér það sagði Þórdís Lóa. „Auðvitað settum við áherslu á okkar mál eins og allir flokkar. Það er mikilvægt í samningaviðræðum að allir komi vel út, ekki bara einn, þó hann sé í yfirburðastöðu til að byrja með. Þannig að við bara lögðum það svolítið á borðið að við vildum að þetta yrði þéttur og góður hópur með þétt og góð málefni sameiginleg og það gekk bara mjög vel.“ Hún segir að í fyrstu verkefnum nýs meirihluta verði horft til barnafjölskyldna. „Hann kemur til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum, í skólamálunum, við erum með mjög flottar aðgerðir þar. Sem dæmi, þá næsta sumar ætlum við að bjóða upp á það að það verði einn leikskóli opinn í hverju hverfi til að foreldrar og fjölskyldur hafi val. Það kemur til með að finnast í buddum stórra barnafjölskyldna, fyrirtæki fá lækkaðan fasteignaskatt, þetta eru svona þessar aðgerðir sem fólk kemur til með að finna strax fyrir.“
Kosningar 2018 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira