Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 13. júní 2018 14:15 Frederik Schram á markmannsæfingu á æfingasvæðinu í Kabardinka. Vísir/Vilhelm Markvörðurinn Frederik Schram hefur aldrei búið á Íslandi. Hann hefur hins vegar spilað sextán sinnum fyrir Íslands hönd, fjórum sinnum með A-liðinu og tólf sinnum með yngri landsliðum. Hann segir það aldrei hafa verið neitt val að velja Ísland þrátt fyrir að hafa búið í Danmörku allt sitt líf. Að spila fyrir Ísland væri draumur og nú er hann að reyna að ná tökum á íslenskunni. Blaðamaður ræddi við Frederik á ensku sem hann talar með hefðbundnum dönskum hreim. Hann skaut þó inn einu og einu orði á íslensku sem birtast í gæsalöppum hér að neðan. „Ég skil meira og meira og mér finnst þetta ganga frekar vel. Ég er með „kennslubók“ og er að reyna að bæta mig dag frá degi. Læra orð en það er erfitt að „beygja orðin“. Tungumálið er mjög erfitt að læra en ég ætla að læra það. Ég geri mitt besta og auðvitað eru allir í kringum mig að tala íslensku. Ég heyri hana stöðugt, reyni að tala en svo gríp ég í enskuna þegar flóknari hlutir eru til umræður. En annars reyni ég eins og ég get.“ En hver ætli sé besti kennarinn í hópnum? Ragnar Sigurðsson fyrir miðju á tali við Emil Hallfreðsson.Vísir/Vilhelm„Raggi er mjög góður í tungumálum, ekki aðeins íslensku heldur talar hann reiprennandi sænsku og dönsku og farinn að tala rússnesku. Rúrik og núna Samúel Kári sem ég hef verið herbergisfélagi með. Hann flettir í gegnum kennslubókina með mér og reynir að kenna mér.“ Frederik hefur búið í Danmörku allt sitt líf. Móðir hans er íslensk og faðir hans danskur. „Já, en ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. Svo það er alltaf auðveldara að skilja afa. Mamma talar reiprennandi íslensku en kenndi mér aldrei. Svoleiðis er þetta og nú verð ég bara að læra íslenskunna eins vel og ég get.“ Flest samskipti þjálfarateymisins við leikmennina fara fram á íslensku hvort sem er á æfingum eða fundum utan æfingatíma. Heimir Hallgrímsson þungt svæði á æfingasvæðinu hjá landsliðinu.Vísir/Vilhelm„Á fundunum skil ég svo til allt. Fótboltamál er eitthvað sem maður lærir hratt og það skil ég best. Það er ekkert vandamál.“ Það sé ekki þannig að eftir hvern fund, þegar Heimir spyrji hvort það séu einhverjar spurningar, að Frederik sé eitt stórt spurningamerki með hönd á lofti. „Ég hef bætt mig mjög mikið og skil í rauninni allt á fundunum. Auðvitað er eitt og eitt orð sem ég skil ekki og þá hugsa ég „hvaða helvítis orð er þetta?“ en þá get ég bara spurt eftir fundinn. En annars skil ég allt.“Frederik Schram spyrnir á æfingu landsliðsins.Vísir/VilhelmUm ákvörðunina að spila fyrir Ísland en ekki Danmörku segir kappinn: „Þetta var aldrei erfið ákvörðun. Ég hef alltaf verið íslenskur,“ segir Frederik og minnir á landsleiki sína fyrir yngri landsliðin þar sem sérstaklega gaman hafi verið að mæta Danmörku, og sigri Dani. „Þegar ég var fjórtán eða fimmtán fór ég á æfingar til að komast í 17 ára hópinn hjá KSÍ. Þetta hefur aldrei verið spurning. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera í hópnum.“ En er þetta eins og draumur hérna úti? „Það er pínu erfitt að átta sig á því að maður er hérna. En maður verður bara að gera sitt besta og njóta hvers dags. Þá getur maður vonandi síðar meir litið til baka og átt góða minningu.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Markvörðurinn Frederik Schram hefur aldrei búið á Íslandi. Hann hefur hins vegar spilað sextán sinnum fyrir Íslands hönd, fjórum sinnum með A-liðinu og tólf sinnum með yngri landsliðum. Hann segir það aldrei hafa verið neitt val að velja Ísland þrátt fyrir að hafa búið í Danmörku allt sitt líf. Að spila fyrir Ísland væri draumur og nú er hann að reyna að ná tökum á íslenskunni. Blaðamaður ræddi við Frederik á ensku sem hann talar með hefðbundnum dönskum hreim. Hann skaut þó inn einu og einu orði á íslensku sem birtast í gæsalöppum hér að neðan. „Ég skil meira og meira og mér finnst þetta ganga frekar vel. Ég er með „kennslubók“ og er að reyna að bæta mig dag frá degi. Læra orð en það er erfitt að „beygja orðin“. Tungumálið er mjög erfitt að læra en ég ætla að læra það. Ég geri mitt besta og auðvitað eru allir í kringum mig að tala íslensku. Ég heyri hana stöðugt, reyni að tala en svo gríp ég í enskuna þegar flóknari hlutir eru til umræður. En annars reyni ég eins og ég get.“ En hver ætli sé besti kennarinn í hópnum? Ragnar Sigurðsson fyrir miðju á tali við Emil Hallfreðsson.Vísir/Vilhelm„Raggi er mjög góður í tungumálum, ekki aðeins íslensku heldur talar hann reiprennandi sænsku og dönsku og farinn að tala rússnesku. Rúrik og núna Samúel Kári sem ég hef verið herbergisfélagi með. Hann flettir í gegnum kennslubókina með mér og reynir að kenna mér.“ Frederik hefur búið í Danmörku allt sitt líf. Móðir hans er íslensk og faðir hans danskur. „Já, en ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. Svo það er alltaf auðveldara að skilja afa. Mamma talar reiprennandi íslensku en kenndi mér aldrei. Svoleiðis er þetta og nú verð ég bara að læra íslenskunna eins vel og ég get.“ Flest samskipti þjálfarateymisins við leikmennina fara fram á íslensku hvort sem er á æfingum eða fundum utan æfingatíma. Heimir Hallgrímsson þungt svæði á æfingasvæðinu hjá landsliðinu.Vísir/Vilhelm„Á fundunum skil ég svo til allt. Fótboltamál er eitthvað sem maður lærir hratt og það skil ég best. Það er ekkert vandamál.“ Það sé ekki þannig að eftir hvern fund, þegar Heimir spyrji hvort það séu einhverjar spurningar, að Frederik sé eitt stórt spurningamerki með hönd á lofti. „Ég hef bætt mig mjög mikið og skil í rauninni allt á fundunum. Auðvitað er eitt og eitt orð sem ég skil ekki og þá hugsa ég „hvaða helvítis orð er þetta?“ en þá get ég bara spurt eftir fundinn. En annars skil ég allt.“Frederik Schram spyrnir á æfingu landsliðsins.Vísir/VilhelmUm ákvörðunina að spila fyrir Ísland en ekki Danmörku segir kappinn: „Þetta var aldrei erfið ákvörðun. Ég hef alltaf verið íslenskur,“ segir Frederik og minnir á landsleiki sína fyrir yngri landsliðin þar sem sérstaklega gaman hafi verið að mæta Danmörku, og sigri Dani. „Þegar ég var fjórtán eða fimmtán fór ég á æfingar til að komast í 17 ára hópinn hjá KSÍ. Þetta hefur aldrei verið spurning. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera í hópnum.“ En er þetta eins og draumur hérna úti? „Það er pínu erfitt að átta sig á því að maður er hérna. En maður verður bara að gera sitt besta og njóta hvers dags. Þá getur maður vonandi síðar meir litið til baka og átt góða minningu.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira