Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 10:57 Forysta Íhaldsflokksins reynir nú að berja niður uppreisn hluta flokksins á þingi vegna Brexit. Vísir/EPA Neðri deild breska þingsins greiðir atkvæði um hvort þingmenn fái að ráða úrslitum samnings á milli ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsins um útgöngu Breta í haust. Evrópumálaráðherra ríkisstjórnarinnar varar þingmenn Íhaldsflokksins við því að þeir gætu grafið undan samningsstöðu hennar með því að samþykkja tillöguna. Átök hafa verið innan Íhaldsflokksins um Brexit. Phililip Lee, dómsmálaráðherra, sagði af sér í dag vegna stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Brexit. Lee hefur stutt áframhaldandi veru Breta í ESB. Sagðist hann telja stefnu ríkisstjórnarinnar skaða kjósendur sína. Hópur þingmanna flokksins er talinn ætla að andæfa ríkisstjórninni með því að greiða atkvæði með breytingatillögu við frumvarp um útgönguna úr ESB í dag og á morgun. Hún gengur út á að gefa þingmönnum vald til að hafna samningi ríkisstjórnarinnar við sambandið ef þeim líkar ekki við hann. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að slík tillaga sendi röng skilaboð til ráðamanna í Evrópu. David Davis, Evrópumálaráðherra ríkisstjórnar hennar, segir að þingið muni hafa aðkomu að útgönguferlinu en það geti ekki snúið við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016. Frumvarpið um útgönguna úr Brexit á að tryggja að hún gangi snurðulaust fyrir sig. Lög sem Bretar hafa tekið upp í gegnum ESB yrðu með því gerð að breskum lögum þannig að þingmenn og ríkisstjórnin geti síðar ákveðið að halda þeim eða breyta, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Íhaldsflokkurinn er ekki með hreinan meirihluta á þingi. Hann hefur þurft að reiða sig á stuðnings norður-írskra sambandssinna til að verja minnihlutastjórn sín falli. Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Neðri deild breska þingsins greiðir atkvæði um hvort þingmenn fái að ráða úrslitum samnings á milli ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsins um útgöngu Breta í haust. Evrópumálaráðherra ríkisstjórnarinnar varar þingmenn Íhaldsflokksins við því að þeir gætu grafið undan samningsstöðu hennar með því að samþykkja tillöguna. Átök hafa verið innan Íhaldsflokksins um Brexit. Phililip Lee, dómsmálaráðherra, sagði af sér í dag vegna stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Brexit. Lee hefur stutt áframhaldandi veru Breta í ESB. Sagðist hann telja stefnu ríkisstjórnarinnar skaða kjósendur sína. Hópur þingmanna flokksins er talinn ætla að andæfa ríkisstjórninni með því að greiða atkvæði með breytingatillögu við frumvarp um útgönguna úr ESB í dag og á morgun. Hún gengur út á að gefa þingmönnum vald til að hafna samningi ríkisstjórnarinnar við sambandið ef þeim líkar ekki við hann. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að slík tillaga sendi röng skilaboð til ráðamanna í Evrópu. David Davis, Evrópumálaráðherra ríkisstjórnar hennar, segir að þingið muni hafa aðkomu að útgönguferlinu en það geti ekki snúið við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016. Frumvarpið um útgönguna úr Brexit á að tryggja að hún gangi snurðulaust fyrir sig. Lög sem Bretar hafa tekið upp í gegnum ESB yrðu með því gerð að breskum lögum þannig að þingmenn og ríkisstjórnin geti síðar ákveðið að halda þeim eða breyta, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Íhaldsflokkurinn er ekki með hreinan meirihluta á þingi. Hann hefur þurft að reiða sig á stuðnings norður-írskra sambandssinna til að verja minnihlutastjórn sín falli.
Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38