Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2018 10:45 Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. visir/jói k Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verður áfram borgarstjóri í Reykjavík. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nýr meirihluti boðaði sem fór fram í „Lautinni“ við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri Grænna skrifuðu þar undir samning um meirihlutasamstarf flokkanna. Á fundinum voru helstu áherslumál kynnt sem og verkaskipting flokkanna. Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna saman sem ein heild. Heiða Björg Hilmisdóttir fer með formennsku í velferðarráði og Skúli Helgason er formaður skóla-og frístundaráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, er formaður Borgarráðs og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, verður forseti borgarstjórnar síðustu þrjú ár kjörtímabilsins. Viðreisn mun gegna varaformennsku í íþrótta-og menningarráði, skipulagsráði og skóla-og frístundaráði. Pawel Bartoszek fer með formennsku í menningar-og íþróttaráði fyrsta ár kjörtímabilsins en Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar tekur síðan við.Hér má sjá upptöku af blaðamannafundinum í Lautinni sem var í beinni útsendingu á Vísi.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, verður forseti borgarstjórnar fyrsta ár kjörtímabilsins en hún fer einnig fyrir mannréttinda-og lýðræðisráði. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, fer fyrir samgöngu-og skipulagsráði. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, mun gegna formennsku í nýstofnuðu ráði umhverfis-og heilbrigðismála en hún segir að borgarbúar geti reitt sig á það að grænu málin verði í öndvegi í þessum nýja meirihluta. Líf er einnig varaformaður borgarráðs.Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru oddvitar flokkanna sem hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg.Vísir/ Jói K
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verður áfram borgarstjóri í Reykjavík. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nýr meirihluti boðaði sem fór fram í „Lautinni“ við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri Grænna skrifuðu þar undir samning um meirihlutasamstarf flokkanna. Á fundinum voru helstu áherslumál kynnt sem og verkaskipting flokkanna. Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna saman sem ein heild. Heiða Björg Hilmisdóttir fer með formennsku í velferðarráði og Skúli Helgason er formaður skóla-og frístundaráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, er formaður Borgarráðs og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, verður forseti borgarstjórnar síðustu þrjú ár kjörtímabilsins. Viðreisn mun gegna varaformennsku í íþrótta-og menningarráði, skipulagsráði og skóla-og frístundaráði. Pawel Bartoszek fer með formennsku í menningar-og íþróttaráði fyrsta ár kjörtímabilsins en Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar tekur síðan við.Hér má sjá upptöku af blaðamannafundinum í Lautinni sem var í beinni útsendingu á Vísi.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, verður forseti borgarstjórnar fyrsta ár kjörtímabilsins en hún fer einnig fyrir mannréttinda-og lýðræðisráði. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, fer fyrir samgöngu-og skipulagsráði. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, mun gegna formennsku í nýstofnuðu ráði umhverfis-og heilbrigðismála en hún segir að borgarbúar geti reitt sig á það að grænu málin verði í öndvegi í þessum nýja meirihluta. Líf er einnig varaformaður borgarráðs.Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru oddvitar flokkanna sem hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg.Vísir/ Jói K
Kosningar 2018 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira