BBC segir Belga vinna HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júní 2018 17:00 Lyfta þessir gullstyttunni í Moskvu? Vísir/getty Belgar munu standa uppi sem heimsmeistarar samkvæmt útreikningum breska ríkisútvarpsins þar sem tekið var mið af sögu heimsmeistaramótsins. Mál málanna í heimi íþrótta þessa dagana er heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst eftir aðeins tvo daga. 32 lið mæta til leiks og keppast um einn eftirsóttasta titil íþróttanna. Fréttamenn BBC litu yfir sögu síðustu móta og sigurvegara þeirra og fundu út hvaða lið lyftir bikarnum þann 15. júlí í Moskvu. Fyrsta skref í að skera niður þjóðirnar 32 var að taka út alla sem voru ekki í fyrsta styrkleikaflokki. Síðan HM var stækkað í þrjátíu og tveggja þjóða mót árið 1998 hefur sigurvegarinn alltaf verið í fyrsta styrkleikaflokki. Þá standa eftir Frakkar, Þjóðverjar, Brasilíumenn, Portúgalir, Argentínumenn, Belgar, Pólverjar og Rússar. Liðin í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla á HMmynd/bbcRússar eru aðeins í 66. sæti heimslistans en eru í fyrsta styrkleikaflokki sem gestgjafar. Staða þeirra sem gestgjafar hjálpar þeim þó ekki lengra, því síðan 1978 hefur gestgjafinn aðeins einu sinni unnið HM, í Frakklandi 1998. Enginn af þeim fimm þjóðum sem unnið hefur 32ja liða HM hefur fengið á sig meira en fjögur mörk í leikjunum sjö í mótinu. Af þeim sjö þjóðum sem eftir eru í pottinum eru Pólverjar með verstu vörnina, þeir fengu á sig 1,4 mark í leik í undankeppninni. Þeir detta því út. Tíu sinnum hefur HM verið haldið í Evrópu. Aðeins einu sinni hefur þjóð frá Suður-Ameríku unnið HM í Evrópu, Brasilía í Svíþjóð 1958. Því detta Suður-Ameríkuþjóðirnar út hér og eftir standa Frakkland, Belgía, Þýskaland og Portúgal..mynd/bbcNæsta skref var að skoða markmennina. Góð vörn hefur einkennt sigurvegara heimsmeistaramótsins í tíðina frekar en mikil markaskorun. Í fjórum af síðustu fimm keppnum hefur markmaður heimsmeistaranna fengið gullhanskann. Manuel Neuer, Hugo Lloris og Thibaut Courtois eru þrír af best metnu markmönnum heims svo það féll í skaut Rui Patricio og Portúgal að detta úr keppni. Þá var litið á reynsluna. Eftir að fjölgað var í 32 lið fór reynslan að skipta meira og meira máli og hefur meðaltal landsleikja innan sigurliðsins farið hækkandi síðan þá. Af þeim þremur liðum sem eftir er eru Frakkar með reynsluminnsta liðið, aðiens 24,6 landsleiki að meðaltali á meðan Þjóðverjar eru með 43,3 og Belgar 45,1. Til þess að skera um á milli Belga og Þjóðverja var gripið á það ráð að það er mjög erfitt að verja heimsmeistaratitilinn. Enginn hefur unnið tvær keppnir í röð síðan Brasilía gerði það 1958 og 1962. Þrátt fyrir mjög gott gengi Þjóðverja í HM sögunni þá vinnur hún gegn þeim hér og BBC segir Belga verða heimsmeistara. „Nema einhver annar geri það. Sem er möguleiki...“Munu Belgar vinna HM?mynd/bbc HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Belgar munu standa uppi sem heimsmeistarar samkvæmt útreikningum breska ríkisútvarpsins þar sem tekið var mið af sögu heimsmeistaramótsins. Mál málanna í heimi íþrótta þessa dagana er heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst eftir aðeins tvo daga. 32 lið mæta til leiks og keppast um einn eftirsóttasta titil íþróttanna. Fréttamenn BBC litu yfir sögu síðustu móta og sigurvegara þeirra og fundu út hvaða lið lyftir bikarnum þann 15. júlí í Moskvu. Fyrsta skref í að skera niður þjóðirnar 32 var að taka út alla sem voru ekki í fyrsta styrkleikaflokki. Síðan HM var stækkað í þrjátíu og tveggja þjóða mót árið 1998 hefur sigurvegarinn alltaf verið í fyrsta styrkleikaflokki. Þá standa eftir Frakkar, Þjóðverjar, Brasilíumenn, Portúgalir, Argentínumenn, Belgar, Pólverjar og Rússar. Liðin í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla á HMmynd/bbcRússar eru aðeins í 66. sæti heimslistans en eru í fyrsta styrkleikaflokki sem gestgjafar. Staða þeirra sem gestgjafar hjálpar þeim þó ekki lengra, því síðan 1978 hefur gestgjafinn aðeins einu sinni unnið HM, í Frakklandi 1998. Enginn af þeim fimm þjóðum sem unnið hefur 32ja liða HM hefur fengið á sig meira en fjögur mörk í leikjunum sjö í mótinu. Af þeim sjö þjóðum sem eftir eru í pottinum eru Pólverjar með verstu vörnina, þeir fengu á sig 1,4 mark í leik í undankeppninni. Þeir detta því út. Tíu sinnum hefur HM verið haldið í Evrópu. Aðeins einu sinni hefur þjóð frá Suður-Ameríku unnið HM í Evrópu, Brasilía í Svíþjóð 1958. Því detta Suður-Ameríkuþjóðirnar út hér og eftir standa Frakkland, Belgía, Þýskaland og Portúgal..mynd/bbcNæsta skref var að skoða markmennina. Góð vörn hefur einkennt sigurvegara heimsmeistaramótsins í tíðina frekar en mikil markaskorun. Í fjórum af síðustu fimm keppnum hefur markmaður heimsmeistaranna fengið gullhanskann. Manuel Neuer, Hugo Lloris og Thibaut Courtois eru þrír af best metnu markmönnum heims svo það féll í skaut Rui Patricio og Portúgal að detta úr keppni. Þá var litið á reynsluna. Eftir að fjölgað var í 32 lið fór reynslan að skipta meira og meira máli og hefur meðaltal landsleikja innan sigurliðsins farið hækkandi síðan þá. Af þeim þremur liðum sem eftir er eru Frakkar með reynsluminnsta liðið, aðiens 24,6 landsleiki að meðaltali á meðan Þjóðverjar eru með 43,3 og Belgar 45,1. Til þess að skera um á milli Belga og Þjóðverja var gripið á það ráð að það er mjög erfitt að verja heimsmeistaratitilinn. Enginn hefur unnið tvær keppnir í röð síðan Brasilía gerði það 1958 og 1962. Þrátt fyrir mjög gott gengi Þjóðverja í HM sögunni þá vinnur hún gegn þeim hér og BBC segir Belga verða heimsmeistara. „Nema einhver annar geri það. Sem er möguleiki...“Munu Belgar vinna HM?mynd/bbc
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira