Bæjarfulltrúar L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri skrifa undir málefnasamning í menningarhúsinu Hofi klukkan ellefu í dag.
Þar verður einnig kynnt hvernig skipan í ráð og nefndir á vegum bæjarins verður. Greint hefur verið frá því að Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri hafi ákveðið að láta af störfum bæjarstjóra.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður starfið auglýst opinberlega.
