Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 08:30 Hannes þór Halldórsson fer yfir málin með strákunum á æfingunni í gær. vísir/vilhelm Eins og kom fram í máli Guðmundar Hreiðarssonar, markvarðaþjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, fundaði markvarðaherinn á æfingu liðsins í gær að frumkvæði Hannesar Þórs Halldórssonar. Honum fannst hafa verið þungt yfir mönnum upp á síðkastið og æfingarnar því ekki á pari við það sem þær geta verið. „Þetta hafði ekkert með ferðalagið að gera eða neitt svoleiðis. Mér fannst bara þyngsli í mönnum þegar að æfingin rúllaði af stað og enginn léttleiki yfir mönnum,“ segir Hannes við Vísi en hann var til viðtals fyrir æfingu liðsins í morgun. „Upp á síðkastið hafa menn verið svolítið alvarlegir og þrúgaðir á þessum markmannsæfingum. Ég veit ekki hvort það er eitthvað stress í mönnum með HM framundan.“Hannes Þór Halldórsson á æfingunni í dag.vísir/vilhelmHannes er ellefu árum eldri en þeir Rúnar Alex og Frederik Schram og því ábyrgðin hjá aðalmarkverðinum að tæma pokann eins og Guðmundur komst að orði í gær. „Mér fannst ég bara þurfa að segja nokkur orð. Ég gerði það og við töluðum saman. Það létti yfir mannskapnum og nú erum við brosandi og í góðum gír,“ segir Hannes. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður og farið í mörg landsliðsverkefni. Ég veit hvað þessi þáttur skiptir miklu máli. Við æfum saman á hverjum degi og vinnum mikið saman.“ „Það skemmtilegasta sem maður getur gert er að fara á markmannsæfingu og sérstaklega í svona aðstæðum. Maður á að hafa þetta sem skemmtilegast til að fá sem mest út úr æfingunni. Maður á að brosa og mynda stemningu. Það voru skilaboðin mín og ég held að þau hafi alveg náð í gegn,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenskt rok í Kabardinka Íslensku strákarnir verða á heimavelli á æfingu sinni í Rússlandi á eftir því það blæs ansi kröftuglega í sjávarbænum Kabardinka í dag. 11. júní 2018 07:00 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Eins og kom fram í máli Guðmundar Hreiðarssonar, markvarðaþjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, fundaði markvarðaherinn á æfingu liðsins í gær að frumkvæði Hannesar Þórs Halldórssonar. Honum fannst hafa verið þungt yfir mönnum upp á síðkastið og æfingarnar því ekki á pari við það sem þær geta verið. „Þetta hafði ekkert með ferðalagið að gera eða neitt svoleiðis. Mér fannst bara þyngsli í mönnum þegar að æfingin rúllaði af stað og enginn léttleiki yfir mönnum,“ segir Hannes við Vísi en hann var til viðtals fyrir æfingu liðsins í morgun. „Upp á síðkastið hafa menn verið svolítið alvarlegir og þrúgaðir á þessum markmannsæfingum. Ég veit ekki hvort það er eitthvað stress í mönnum með HM framundan.“Hannes Þór Halldórsson á æfingunni í dag.vísir/vilhelmHannes er ellefu árum eldri en þeir Rúnar Alex og Frederik Schram og því ábyrgðin hjá aðalmarkverðinum að tæma pokann eins og Guðmundur komst að orði í gær. „Mér fannst ég bara þurfa að segja nokkur orð. Ég gerði það og við töluðum saman. Það létti yfir mannskapnum og nú erum við brosandi og í góðum gír,“ segir Hannes. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður og farið í mörg landsliðsverkefni. Ég veit hvað þessi þáttur skiptir miklu máli. Við æfum saman á hverjum degi og vinnum mikið saman.“ „Það skemmtilegasta sem maður getur gert er að fara á markmannsæfingu og sérstaklega í svona aðstæðum. Maður á að hafa þetta sem skemmtilegast til að fá sem mest út úr æfingunni. Maður á að brosa og mynda stemningu. Það voru skilaboðin mín og ég held að þau hafi alveg náð í gegn,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenskt rok í Kabardinka Íslensku strákarnir verða á heimavelli á æfingu sinni í Rússlandi á eftir því það blæs ansi kröftuglega í sjávarbænum Kabardinka í dag. 11. júní 2018 07:00 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Íslenskt rok í Kabardinka Íslensku strákarnir verða á heimavelli á æfingu sinni í Rússlandi á eftir því það blæs ansi kröftuglega í sjávarbænum Kabardinka í dag. 11. júní 2018 07:00