Sumir horfðu á strákana okkar en flestir skelltu sér á ströndina Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 19:45 Á annað þúsund manns mættu á opna æfingu íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi í dag. Æfingin fór fram í steikjandi hita en strákarnir okkar dvelja á vinsælum ferðamannastað Rússa. Okkar menn fengu góðar móttökur hjá heimamönnum. Fólk á öllum aldri horfði á æfinguna sem stóð yfir í um tvo tíma og lét vel í sér heyra, eitthvað sem fáir landslðsmenn eiga að venjast - að vera hvattir áfram á æfingum. „Nei það er ekki oft sem er full stúka á æfingu. Það hefur oft verið uppselt á leikina hjá þessum strákum en ég held að aldrei hafi verið uppselt á æfingu hjá okkur. Gaman að vera á skotæfingu og skora og það er klappað í stúkunni fyrir hvert mark sem maður skorar,“ segir Heimir Hallgrímsson. Landsliðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í þorpinu Kabardinka sem telur um átta þúsund manns. Þorpið hefur í raun runnið saman við stærri bæ, Gelendzhik í Krasnodar héraði. Gelendzhik stendur við norðaustanvert Svarthaf og er rússneskur ferðamannabær enda geta gestir treyst á að finna hér sól og blíðu. Eðli málsins samkvæmt eru það efnameiri Rússar sem gera sér ferðalag hingað til að njóta lífsins. Hitinn fór í 28 stig í dag og veðurspáin út vikuna hljóðar upp á það sama. Bærinn teygir sig yfir 100 kílómetra svæði meðfram ströndinni þar sem fólk baðar sig í sólinni eða skellir sér í einn þriggja vatnsrennibrautagarða á svæðinu. En hvað okkur Íslendinga varðar skiptir bærinn bara máli að því leyti að hann verður heimavöllur strákanna okkar í tæpar þrjár vikur hið minnsta, og byrjunin lofar góðu. „Þau eru stolt af því að hafa okkur hérna og vonandi getum við haldið áfram að gera þau ennþá stoltari,“ segir Heimir landsliðsþjálfari. Strákarnir eru aðeins rúmar fimm mínútur í rútu á leiðinni frá hótelinu sínu á æfingasvæðið. Völlurinn er svo í kílómetra fjarlægð frá ströndinni þar sem iðar af mannlífi og fólk baðar sig í Svartahafi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Á annað þúsund manns mættu á opna æfingu íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi í dag. Æfingin fór fram í steikjandi hita en strákarnir okkar dvelja á vinsælum ferðamannastað Rússa. Okkar menn fengu góðar móttökur hjá heimamönnum. Fólk á öllum aldri horfði á æfinguna sem stóð yfir í um tvo tíma og lét vel í sér heyra, eitthvað sem fáir landslðsmenn eiga að venjast - að vera hvattir áfram á æfingum. „Nei það er ekki oft sem er full stúka á æfingu. Það hefur oft verið uppselt á leikina hjá þessum strákum en ég held að aldrei hafi verið uppselt á æfingu hjá okkur. Gaman að vera á skotæfingu og skora og það er klappað í stúkunni fyrir hvert mark sem maður skorar,“ segir Heimir Hallgrímsson. Landsliðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í þorpinu Kabardinka sem telur um átta þúsund manns. Þorpið hefur í raun runnið saman við stærri bæ, Gelendzhik í Krasnodar héraði. Gelendzhik stendur við norðaustanvert Svarthaf og er rússneskur ferðamannabær enda geta gestir treyst á að finna hér sól og blíðu. Eðli málsins samkvæmt eru það efnameiri Rússar sem gera sér ferðalag hingað til að njóta lífsins. Hitinn fór í 28 stig í dag og veðurspáin út vikuna hljóðar upp á það sama. Bærinn teygir sig yfir 100 kílómetra svæði meðfram ströndinni þar sem fólk baðar sig í sólinni eða skellir sér í einn þriggja vatnsrennibrautagarða á svæðinu. En hvað okkur Íslendinga varðar skiptir bærinn bara máli að því leyti að hann verður heimavöllur strákanna okkar í tæpar þrjár vikur hið minnsta, og byrjunin lofar góðu. „Þau eru stolt af því að hafa okkur hérna og vonandi getum við haldið áfram að gera þau ennþá stoltari,“ segir Heimir landsliðsþjálfari. Strákarnir eru aðeins rúmar fimm mínútur í rútu á leiðinni frá hótelinu sínu á æfingasvæðið. Völlurinn er svo í kílómetra fjarlægð frá ströndinni þar sem iðar af mannlífi og fólk baðar sig í Svartahafi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira