Rússnesk vefsíða fjallar um íslensku víkingana: „Áður en þú byrjar að lesa, Húh!“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. júní 2018 17:00 Strákarnir okkar fyrir brottför í gær. vísir/vilhelm Rússnesk íþróttasíða fjallar í dag vel vel um afrek íslenska landsliðsins í knattspyrnu að komast á HM í Rússlandi sem hefst á fimmtudaginn. Vefsíðan sports.ru fer vel yfir íslensku víkingana í dag. Þar fara þeir yfir leið íslenska landsliðsins á HM, þjálfarann og leikmennina sem skipa hópinn í sumar. Svona byrjar umsögnin um íslenska liðið: „Áður en þú byrjar að lesa þetta, klappaðu höndunum. HÚH!” Síðan segir að undanriðillinn sem Ísland hafi verið erfiður og hafi Ísland gert sér lítið fyrir og unnið hann. Hún minnist einnig á EM 2016 og segir að það hafi verið goðsagnakennt hvernig Ísland sló út England í 16-liða úrslitunum. „Heimir er 50 ára. Hann hefur nánast eytt öllu lífi sínu í Vestmannaeyjum þar sem hann byrjaði sem þjálfari og varð svo þjálfari. Það er fyndið að hann þjálfaði bæði strákar og stelpur, þar á meðal eiginkonu sína,” segir í umfjöllun vefsíðunnar. Ekki er vitað hvort að þetta eigi við rök að styðjast. Meira er fjallað um Heimi og er honum hrósað í hástert fyrir hvernig hann undirbýr sig og liðið fyrir leiki. Þar segir frá því hvernig Heimir notar myndbönd á skemmtilegan hátt. Einnig er farið yfir leikstíl íslenska liðsins og segir í umfjölluninni að hann byggist mest á löngum boltum og föstum leikatriðum. Leikaðferðin sé 4-4-2 og farið sé enska leiðin. Að lokum spá þeir í spilin og segja þeir að það sé nokkuð líklegt að íslenska liðið komist upp úr riðlinum. Þeir fari þó ekki lengra en 16-liða úrslitin mæti þeir Frökkum þar en fáum við Perú eða Danmörku í 16-liða úrslitunum gætum við komist í 8-liða úrslitin. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndirnar af fyrstu æfingu strákanna í Rússlandi Það var bongóblíða í Kabardink er strákarnir okkar æfðu í fyrsta sinn í Rússlandi í dag og það fyrir framan fulla stúku af Rússum. 10. júní 2018 14:33 Tekjur brasilísku HM-faranna átta sinnum hærri en þeirra íslensku Íslenski HM-hópurinn er sá tekjulægsti af Evrópuþjóðum Heimsmeistaramótsins en íslensku leikmennirnir þéna þó fimm sinnum meira leikmenn Panama, sem eru þeir launalægstu á mótinu. 10. júní 2018 12:45 Sjáðu stemninguna á fyrstu æfingu strákanna | Myndband Bara Rússar mættu til að sjá strákana. 10. júní 2018 09:30 Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Rússnesk íþróttasíða fjallar í dag vel vel um afrek íslenska landsliðsins í knattspyrnu að komast á HM í Rússlandi sem hefst á fimmtudaginn. Vefsíðan sports.ru fer vel yfir íslensku víkingana í dag. Þar fara þeir yfir leið íslenska landsliðsins á HM, þjálfarann og leikmennina sem skipa hópinn í sumar. Svona byrjar umsögnin um íslenska liðið: „Áður en þú byrjar að lesa þetta, klappaðu höndunum. HÚH!” Síðan segir að undanriðillinn sem Ísland hafi verið erfiður og hafi Ísland gert sér lítið fyrir og unnið hann. Hún minnist einnig á EM 2016 og segir að það hafi verið goðsagnakennt hvernig Ísland sló út England í 16-liða úrslitunum. „Heimir er 50 ára. Hann hefur nánast eytt öllu lífi sínu í Vestmannaeyjum þar sem hann byrjaði sem þjálfari og varð svo þjálfari. Það er fyndið að hann þjálfaði bæði strákar og stelpur, þar á meðal eiginkonu sína,” segir í umfjöllun vefsíðunnar. Ekki er vitað hvort að þetta eigi við rök að styðjast. Meira er fjallað um Heimi og er honum hrósað í hástert fyrir hvernig hann undirbýr sig og liðið fyrir leiki. Þar segir frá því hvernig Heimir notar myndbönd á skemmtilegan hátt. Einnig er farið yfir leikstíl íslenska liðsins og segir í umfjölluninni að hann byggist mest á löngum boltum og föstum leikatriðum. Leikaðferðin sé 4-4-2 og farið sé enska leiðin. Að lokum spá þeir í spilin og segja þeir að það sé nokkuð líklegt að íslenska liðið komist upp úr riðlinum. Þeir fari þó ekki lengra en 16-liða úrslitin mæti þeir Frökkum þar en fáum við Perú eða Danmörku í 16-liða úrslitunum gætum við komist í 8-liða úrslitin.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndirnar af fyrstu æfingu strákanna í Rússlandi Það var bongóblíða í Kabardink er strákarnir okkar æfðu í fyrsta sinn í Rússlandi í dag og það fyrir framan fulla stúku af Rússum. 10. júní 2018 14:33 Tekjur brasilísku HM-faranna átta sinnum hærri en þeirra íslensku Íslenski HM-hópurinn er sá tekjulægsti af Evrópuþjóðum Heimsmeistaramótsins en íslensku leikmennirnir þéna þó fimm sinnum meira leikmenn Panama, sem eru þeir launalægstu á mótinu. 10. júní 2018 12:45 Sjáðu stemninguna á fyrstu æfingu strákanna | Myndband Bara Rússar mættu til að sjá strákana. 10. júní 2018 09:30 Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Sjáðu myndirnar af fyrstu æfingu strákanna í Rússlandi Það var bongóblíða í Kabardink er strákarnir okkar æfðu í fyrsta sinn í Rússlandi í dag og það fyrir framan fulla stúku af Rússum. 10. júní 2018 14:33
Tekjur brasilísku HM-faranna átta sinnum hærri en þeirra íslensku Íslenski HM-hópurinn er sá tekjulægsti af Evrópuþjóðum Heimsmeistaramótsins en íslensku leikmennirnir þéna þó fimm sinnum meira leikmenn Panama, sem eru þeir launalægstu á mótinu. 10. júní 2018 12:45
Sjáðu stemninguna á fyrstu æfingu strákanna | Myndband Bara Rússar mættu til að sjá strákana. 10. júní 2018 09:30
Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00